Erlent

TikTok höfðar mál gegn ríkis­stjórn Trump vegna yfir­vofandi banns

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti TikTok-bannið í síðasta mánuði en það hefur verið harðlega gagnrýnt af eigendum og notendum forritsins.
Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti TikTok-bannið í síðasta mánuði en það hefur verið harðlega gagnrýnt af eigendum og notendum forritsins. Getty/Nikolas Kokovlis

Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. Taki bannið gildi verður forritið óaðgengilegt í Bandaríkjunum um miðjan september.

Með banninu er bandarískum fyrirtækjum óheimilt að stunda viðskipti við eiganda TikTok, ByteDance, og verður forritið einnig óaðgengilegt í Bandaríkjunum. Yfirvöld í Washington segja ógn stafa af forritinu og halda því fram að það safni upplýsingum um notendur forritsins sem séu svo sendar til kínverskra yfirvalda. ByteDance neitar þeim ásökunum.

Um 80 Bandaríkjamenn nota forritið reglulega og er stór hluti þeirra ungt fólk eða unglingar.

Stjórnendur TikTok segjast hafa reynt að eiga í viðræðum við ríkisstjórn Trump í nærri eitt ár en segjast hafa rekist á ýmsar hindranir. Ferlið hafi tekið langan tíma og yfirvöld „hundsi staðreyndir.“

Málaferli hefjast í vikunni samkvæmt fréttaflutningi breska ríkisútvarpsins. Þá höfðaði hópur kínverskra Bandaríkjamanna mál gegn ríkisstjórn Trump vegna banns á snjallforritinu WeChat, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins Tencent.

Trump hefur haldið því fram að forritið geti fylgst með staðsetningu ríkisstarfsmanna, safnað upplýsingum sem hægt sé að nota til kúgunar og njósnað um fyrirtæki. Þá segir hann fjölgun smáforrita sem eru þróuð af og í eigu kínverskra fyrirtækja „ógni þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og efnahag Bandaríkjanna.“


Tengdar fréttir

Micros­oft heldur á­fram við­ræðum um kaup á TikTok

Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×