Vonar að faraldrinum verði lokið innan tveggja ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. ágúst 2020 22:39 Tedros Adhanom Ghebreyesus er framkvæmdastjóri WHO. Vísir/EPA Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), segist vona að kórónuveirufaraldrinum verði lokið innan tveggja ára. Þetta sagði framkvæmdastjórinn í Genf í dag. Þar benti hann einnig á að baráttan við spænski veikina, sem reið yfir heimsbyggðina á árunum 1918-1920, hafi unnist á um tveggja ára skeiði. Hann sagði þá að tæknilegar framfarir síðan þá gætu reynst öflugt tól í að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins á skemmri tíma. „En auðvitað, með meiri tengslum fólks aukast líkurnar á útbreiðslu veirunnar,“ sagði Ghebreyesus og vildi þannig meina að hnattvæðing og aukin tengsl fólks í ólíkum heimshlutum gætu gert það erfiðara að draga úr útbreiðslunni. „Á sama tíma búum við yfir tækninni til að stöðva hana [veiruna] og við búum yfir kunnáttunni.“ Hann lagði þá mikla áherslu á einingu þjóða og samheldni heimsbyggðarinnar í baráttu sinni við faraldurinn. Faraldurinn enn í sókn á heimsvísu Þrátt fyrir fréttir af því að vinna við þróun bóluefnis við veirunni sé vel á veg komin er kórónuveiran í vexti víða um heim. Í dag tilkynnti Suður-Kórea um 324 nýgreinda á einum sólarhring en fleiri hafa ekki greinst með veiruna þar í landi síðan í mars. Þá voru í dag slegin ný met hvað varðar fjölda nýgreindra kórónuveirusjúklinga í Póllandi, þar sem 903 greindust, og í Slóvakíu en þar greindust 123. Daglegur fjöldi nýgreindra hefur einnig tekið kipp upp á við í Frakklandi og á Spáni. Í Líbanon er þá búið að herða samfélagslegar sóttvarnaaðgerðir en faraldurinn er í áður óséðum hæðum þar í landi. Íbúum landsins er til að mynda ekki leyft að vera úti að næturlagi, með það fyrir augum að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Fjöldi daglegra nýsmita í Líbanon hefur um það bil tvöfaldast eftir sprenginguna við höfn höfuðborgarinnar Beirút, þar sem 178 létu lífið, þann 4. ágúst síðastliðinn. Um 300.000 manns misstu heimili sín í kjölfar sprengingarinnar og heilbrigðiskerfi landsins hefur verið undir gríðarlegu álagi síðan sprengingin varð. Meira en 23 milljónir manna hafa greinst með veiruna á heimsvísu. Af þeim hafa rúmlega 800.000 látið lífið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líbanon Pólland Slóvakía Spánn Frakkland Tengdar fréttir Þróun bóluefnis stórkostlegur sigur samvinnu Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. 21. ágúst 2020 20:00 Segir mikil verðmæti fólgin í daglegu lífi á Íslandi án veirunnar Bandarískur farsóttarfræðingur segir Ísland í kjörstöðu til að verja sig fyrir kórónuveirunni með skimunum og sóttkví á landamærunum. Yfirvöld hafi tök á að veita Íslendingum afar verðmæta gjöf, sem sé daglegt líf án veirunnar. 20. ágúst 2020 18:48 Svíar muni sjá um að koma bóluefni til Íslands Sænsk stjórnvöld munu taka að sér að dreifa mögulegu bóluefni við kórónuveirunni til Íslands í gegn um samstarfsverkefni Evrópusambandsins. 20. ágúst 2020 17:24 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), segist vona að kórónuveirufaraldrinum verði lokið innan tveggja ára. Þetta sagði framkvæmdastjórinn í Genf í dag. Þar benti hann einnig á að baráttan við spænski veikina, sem reið yfir heimsbyggðina á árunum 1918-1920, hafi unnist á um tveggja ára skeiði. Hann sagði þá að tæknilegar framfarir síðan þá gætu reynst öflugt tól í að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins á skemmri tíma. „En auðvitað, með meiri tengslum fólks aukast líkurnar á útbreiðslu veirunnar,“ sagði Ghebreyesus og vildi þannig meina að hnattvæðing og aukin tengsl fólks í ólíkum heimshlutum gætu gert það erfiðara að draga úr útbreiðslunni. „Á sama tíma búum við yfir tækninni til að stöðva hana [veiruna] og við búum yfir kunnáttunni.“ Hann lagði þá mikla áherslu á einingu þjóða og samheldni heimsbyggðarinnar í baráttu sinni við faraldurinn. Faraldurinn enn í sókn á heimsvísu Þrátt fyrir fréttir af því að vinna við þróun bóluefnis við veirunni sé vel á veg komin er kórónuveiran í vexti víða um heim. Í dag tilkynnti Suður-Kórea um 324 nýgreinda á einum sólarhring en fleiri hafa ekki greinst með veiruna þar í landi síðan í mars. Þá voru í dag slegin ný met hvað varðar fjölda nýgreindra kórónuveirusjúklinga í Póllandi, þar sem 903 greindust, og í Slóvakíu en þar greindust 123. Daglegur fjöldi nýgreindra hefur einnig tekið kipp upp á við í Frakklandi og á Spáni. Í Líbanon er þá búið að herða samfélagslegar sóttvarnaaðgerðir en faraldurinn er í áður óséðum hæðum þar í landi. Íbúum landsins er til að mynda ekki leyft að vera úti að næturlagi, með það fyrir augum að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Fjöldi daglegra nýsmita í Líbanon hefur um það bil tvöfaldast eftir sprenginguna við höfn höfuðborgarinnar Beirút, þar sem 178 létu lífið, þann 4. ágúst síðastliðinn. Um 300.000 manns misstu heimili sín í kjölfar sprengingarinnar og heilbrigðiskerfi landsins hefur verið undir gríðarlegu álagi síðan sprengingin varð. Meira en 23 milljónir manna hafa greinst með veiruna á heimsvísu. Af þeim hafa rúmlega 800.000 látið lífið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líbanon Pólland Slóvakía Spánn Frakkland Tengdar fréttir Þróun bóluefnis stórkostlegur sigur samvinnu Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. 21. ágúst 2020 20:00 Segir mikil verðmæti fólgin í daglegu lífi á Íslandi án veirunnar Bandarískur farsóttarfræðingur segir Ísland í kjörstöðu til að verja sig fyrir kórónuveirunni með skimunum og sóttkví á landamærunum. Yfirvöld hafi tök á að veita Íslendingum afar verðmæta gjöf, sem sé daglegt líf án veirunnar. 20. ágúst 2020 18:48 Svíar muni sjá um að koma bóluefni til Íslands Sænsk stjórnvöld munu taka að sér að dreifa mögulegu bóluefni við kórónuveirunni til Íslands í gegn um samstarfsverkefni Evrópusambandsins. 20. ágúst 2020 17:24 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Þróun bóluefnis stórkostlegur sigur samvinnu Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. 21. ágúst 2020 20:00
Segir mikil verðmæti fólgin í daglegu lífi á Íslandi án veirunnar Bandarískur farsóttarfræðingur segir Ísland í kjörstöðu til að verja sig fyrir kórónuveirunni með skimunum og sóttkví á landamærunum. Yfirvöld hafi tök á að veita Íslendingum afar verðmæta gjöf, sem sé daglegt líf án veirunnar. 20. ágúst 2020 18:48
Svíar muni sjá um að koma bóluefni til Íslands Sænsk stjórnvöld munu taka að sér að dreifa mögulegu bóluefni við kórónuveirunni til Íslands í gegn um samstarfsverkefni Evrópusambandsins. 20. ágúst 2020 17:24