Þróun bóluefnis stórkostlegur sigur samvinnu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 20:00 Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. Í dag eru sex álitleg bóluefni við Covid-19 á seinni stigum rannsókna, 28 eru í klínískum tilraunum og 138 til viðbótar á fyrri stigum tilrauna. Venjulega tekur fimm til sjö ár að þróa ný bóluefni en þetta er staðan aðeins átta mánuðum eftir að kórónuveiran uppgötvaðist. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir það stórkostlegan sigur fyrir vísindin. „Það sem gerist er að það verður þessi gríðarlega samvinna og samskipti. Okkar fremstu vísindamenn á alþjóðavísu og fyrirtæki á þessum markaði fara að deila upplýsingum. Þetta er einstakt - sigur fyrir mannkynið, ef ég má orða það sem svo,“ segir Björn Rúnar. Eitt þeirra bóluefna sem er komið á lokastig rannsókna er unnið af breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca í samstarfi við Oxford-háskóla. Vonast er til að öll leyfi verði komin fyrir áramót, framleiddir verði tveir milljarðar skammta. Þar af fari fjögur hundruð milljón skammtar til Evrópu og mun Svíþjóð hafa milligöngu um skammta til Íslands. Forniðurstöður lofa góðu. Þúsund voru bólusettir með einum skammti af lyfi og 95% sýndu hlutleysandi mótefni. „En við eigum eftir að sjá hvort þau séu verndandi, verndi fólk fyrir smiti - það er stóra spurningin!“ Björn Rúnar gerir ráð fyrir að settar verði ábendingar um að áhættuhópar verði í forgangi eins og gert er með inflúensu. Hann segir eftirlitsstofnanir gegna mikilvægu hlutverki í svona miklum hraða en hann ber sjálfur traust til framleiðenda. Hann myndi að minnsta kosti ráðleggja sínum sjúklingum að nota það. „Niðurstöðurnar, fjöldinn af lyfjum, aðilar sem standa að þessu og einhugur um að setja öruggt lyf á markað - það róar mig,“ segir Björn Rúnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. Í dag eru sex álitleg bóluefni við Covid-19 á seinni stigum rannsókna, 28 eru í klínískum tilraunum og 138 til viðbótar á fyrri stigum tilrauna. Venjulega tekur fimm til sjö ár að þróa ný bóluefni en þetta er staðan aðeins átta mánuðum eftir að kórónuveiran uppgötvaðist. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir það stórkostlegan sigur fyrir vísindin. „Það sem gerist er að það verður þessi gríðarlega samvinna og samskipti. Okkar fremstu vísindamenn á alþjóðavísu og fyrirtæki á þessum markaði fara að deila upplýsingum. Þetta er einstakt - sigur fyrir mannkynið, ef ég má orða það sem svo,“ segir Björn Rúnar. Eitt þeirra bóluefna sem er komið á lokastig rannsókna er unnið af breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca í samstarfi við Oxford-háskóla. Vonast er til að öll leyfi verði komin fyrir áramót, framleiddir verði tveir milljarðar skammta. Þar af fari fjögur hundruð milljón skammtar til Evrópu og mun Svíþjóð hafa milligöngu um skammta til Íslands. Forniðurstöður lofa góðu. Þúsund voru bólusettir með einum skammti af lyfi og 95% sýndu hlutleysandi mótefni. „En við eigum eftir að sjá hvort þau séu verndandi, verndi fólk fyrir smiti - það er stóra spurningin!“ Björn Rúnar gerir ráð fyrir að settar verði ábendingar um að áhættuhópar verði í forgangi eins og gert er með inflúensu. Hann segir eftirlitsstofnanir gegna mikilvægu hlutverki í svona miklum hraða en hann ber sjálfur traust til framleiðenda. Hann myndi að minnsta kosti ráðleggja sínum sjúklingum að nota það. „Niðurstöðurnar, fjöldinn af lyfjum, aðilar sem standa að þessu og einhugur um að setja öruggt lyf á markað - það róar mig,“ segir Björn Rúnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira