Vonar að faraldrinum verði lokið innan tveggja ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. ágúst 2020 22:39 Tedros Adhanom Ghebreyesus er framkvæmdastjóri WHO. Vísir/EPA Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), segist vona að kórónuveirufaraldrinum verði lokið innan tveggja ára. Þetta sagði framkvæmdastjórinn í Genf í dag. Þar benti hann einnig á að baráttan við spænski veikina, sem reið yfir heimsbyggðina á árunum 1918-1920, hafi unnist á um tveggja ára skeiði. Hann sagði þá að tæknilegar framfarir síðan þá gætu reynst öflugt tól í að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins á skemmri tíma. „En auðvitað, með meiri tengslum fólks aukast líkurnar á útbreiðslu veirunnar,“ sagði Ghebreyesus og vildi þannig meina að hnattvæðing og aukin tengsl fólks í ólíkum heimshlutum gætu gert það erfiðara að draga úr útbreiðslunni. „Á sama tíma búum við yfir tækninni til að stöðva hana [veiruna] og við búum yfir kunnáttunni.“ Hann lagði þá mikla áherslu á einingu þjóða og samheldni heimsbyggðarinnar í baráttu sinni við faraldurinn. Faraldurinn enn í sókn á heimsvísu Þrátt fyrir fréttir af því að vinna við þróun bóluefnis við veirunni sé vel á veg komin er kórónuveiran í vexti víða um heim. Í dag tilkynnti Suður-Kórea um 324 nýgreinda á einum sólarhring en fleiri hafa ekki greinst með veiruna þar í landi síðan í mars. Þá voru í dag slegin ný met hvað varðar fjölda nýgreindra kórónuveirusjúklinga í Póllandi, þar sem 903 greindust, og í Slóvakíu en þar greindust 123. Daglegur fjöldi nýgreindra hefur einnig tekið kipp upp á við í Frakklandi og á Spáni. Í Líbanon er þá búið að herða samfélagslegar sóttvarnaaðgerðir en faraldurinn er í áður óséðum hæðum þar í landi. Íbúum landsins er til að mynda ekki leyft að vera úti að næturlagi, með það fyrir augum að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Fjöldi daglegra nýsmita í Líbanon hefur um það bil tvöfaldast eftir sprenginguna við höfn höfuðborgarinnar Beirút, þar sem 178 létu lífið, þann 4. ágúst síðastliðinn. Um 300.000 manns misstu heimili sín í kjölfar sprengingarinnar og heilbrigðiskerfi landsins hefur verið undir gríðarlegu álagi síðan sprengingin varð. Meira en 23 milljónir manna hafa greinst með veiruna á heimsvísu. Af þeim hafa rúmlega 800.000 látið lífið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líbanon Pólland Slóvakía Spánn Frakkland Tengdar fréttir Þróun bóluefnis stórkostlegur sigur samvinnu Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. 21. ágúst 2020 20:00 Segir mikil verðmæti fólgin í daglegu lífi á Íslandi án veirunnar Bandarískur farsóttarfræðingur segir Ísland í kjörstöðu til að verja sig fyrir kórónuveirunni með skimunum og sóttkví á landamærunum. Yfirvöld hafi tök á að veita Íslendingum afar verðmæta gjöf, sem sé daglegt líf án veirunnar. 20. ágúst 2020 18:48 Svíar muni sjá um að koma bóluefni til Íslands Sænsk stjórnvöld munu taka að sér að dreifa mögulegu bóluefni við kórónuveirunni til Íslands í gegn um samstarfsverkefni Evrópusambandsins. 20. ágúst 2020 17:24 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), segist vona að kórónuveirufaraldrinum verði lokið innan tveggja ára. Þetta sagði framkvæmdastjórinn í Genf í dag. Þar benti hann einnig á að baráttan við spænski veikina, sem reið yfir heimsbyggðina á árunum 1918-1920, hafi unnist á um tveggja ára skeiði. Hann sagði þá að tæknilegar framfarir síðan þá gætu reynst öflugt tól í að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins á skemmri tíma. „En auðvitað, með meiri tengslum fólks aukast líkurnar á útbreiðslu veirunnar,“ sagði Ghebreyesus og vildi þannig meina að hnattvæðing og aukin tengsl fólks í ólíkum heimshlutum gætu gert það erfiðara að draga úr útbreiðslunni. „Á sama tíma búum við yfir tækninni til að stöðva hana [veiruna] og við búum yfir kunnáttunni.“ Hann lagði þá mikla áherslu á einingu þjóða og samheldni heimsbyggðarinnar í baráttu sinni við faraldurinn. Faraldurinn enn í sókn á heimsvísu Þrátt fyrir fréttir af því að vinna við þróun bóluefnis við veirunni sé vel á veg komin er kórónuveiran í vexti víða um heim. Í dag tilkynnti Suður-Kórea um 324 nýgreinda á einum sólarhring en fleiri hafa ekki greinst með veiruna þar í landi síðan í mars. Þá voru í dag slegin ný met hvað varðar fjölda nýgreindra kórónuveirusjúklinga í Póllandi, þar sem 903 greindust, og í Slóvakíu en þar greindust 123. Daglegur fjöldi nýgreindra hefur einnig tekið kipp upp á við í Frakklandi og á Spáni. Í Líbanon er þá búið að herða samfélagslegar sóttvarnaaðgerðir en faraldurinn er í áður óséðum hæðum þar í landi. Íbúum landsins er til að mynda ekki leyft að vera úti að næturlagi, með það fyrir augum að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Fjöldi daglegra nýsmita í Líbanon hefur um það bil tvöfaldast eftir sprenginguna við höfn höfuðborgarinnar Beirút, þar sem 178 létu lífið, þann 4. ágúst síðastliðinn. Um 300.000 manns misstu heimili sín í kjölfar sprengingarinnar og heilbrigðiskerfi landsins hefur verið undir gríðarlegu álagi síðan sprengingin varð. Meira en 23 milljónir manna hafa greinst með veiruna á heimsvísu. Af þeim hafa rúmlega 800.000 látið lífið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líbanon Pólland Slóvakía Spánn Frakkland Tengdar fréttir Þróun bóluefnis stórkostlegur sigur samvinnu Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. 21. ágúst 2020 20:00 Segir mikil verðmæti fólgin í daglegu lífi á Íslandi án veirunnar Bandarískur farsóttarfræðingur segir Ísland í kjörstöðu til að verja sig fyrir kórónuveirunni með skimunum og sóttkví á landamærunum. Yfirvöld hafi tök á að veita Íslendingum afar verðmæta gjöf, sem sé daglegt líf án veirunnar. 20. ágúst 2020 18:48 Svíar muni sjá um að koma bóluefni til Íslands Sænsk stjórnvöld munu taka að sér að dreifa mögulegu bóluefni við kórónuveirunni til Íslands í gegn um samstarfsverkefni Evrópusambandsins. 20. ágúst 2020 17:24 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Þróun bóluefnis stórkostlegur sigur samvinnu Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. 21. ágúst 2020 20:00
Segir mikil verðmæti fólgin í daglegu lífi á Íslandi án veirunnar Bandarískur farsóttarfræðingur segir Ísland í kjörstöðu til að verja sig fyrir kórónuveirunni með skimunum og sóttkví á landamærunum. Yfirvöld hafi tök á að veita Íslendingum afar verðmæta gjöf, sem sé daglegt líf án veirunnar. 20. ágúst 2020 18:48
Svíar muni sjá um að koma bóluefni til Íslands Sænsk stjórnvöld munu taka að sér að dreifa mögulegu bóluefni við kórónuveirunni til Íslands í gegn um samstarfsverkefni Evrópusambandsins. 20. ágúst 2020 17:24