Morales ákærður fyrir að nauðga ólögráða stúlku Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2020 11:47 Evo Morales er í útlegð í Argentínu. EPA/Juan Ignacio Roncoroni Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, hefur verið sakaður um mansal og að hafa samræði við ólögráða stúlku. Dómsmálaráðuneyti landsins hefur gefið út ákæru á hendur Morales eftir að myndir af forsetanum fyrrverandi með stúlkunni voru birtar. Guido Melgar, aðstoðardómsmálaráðherra landsins, sagði á blaðamannafundi að myndirnar hafi verið teknar af ættingja stúlkunnar, sem nú er 19 ára, þegar hún var á ferðalögum með Morales. Samkvæmt frétt BBC var stúlkan 14 ára þegar hún byrjaði að fara í ferðalög með Morales. Melgar sagði það undarlegt því ólögráða einstaklingar þurfa leyfi frá foreldrum til að ferðast til útlanda. Verið er að rannsaka það hvort fjölskylda stúlkunnar hafi leyft henni að ferðast með forsetanum. Ekki er vitað hvar stúlkan er núna en talið er að hún og fjölskylda hennar hafi ferðast til Argentínu, þar sem Morales býr nú. Morales var forseti frá 2006 til 2019 og fyrsti forseti innfæddra þar í landi, en innfæddir eru um tveir þriðju þjóðarinnar. Hann er nú í útlegð í Argentínu eftir umdeildar kosningar í fyrra. Hann steig frá völdum að kröfum hersins og hægri sinnuð ríkisstjórn tók við völdum. Flokkur Morales er þó enn í meirihluta á þingi. Nýjum forsetakosningum hefur þó verið frestað þrívegis, nú síðast í júlí og þá vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Bólivía Tengdar fréttir Morales kynnti eftirmann sinn Fyrrverandi forseti Bólivíu hefur sagt að Luis Arce, fyrrverandi efnahagsmálaráðherra landsins, verði einn af frambjóðendunum í forsetakosningunum sem fram fara í landinu í maí. 20. janúar 2020 08:58 Morales biðlar til Sameinuðu þjóðanna Evo Morales kallar eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan miðli málum í Bólivíu eftir að her landsins knúði hann til þess að segja af sér sem forseti um síðustu helgi. 15. nóvember 2019 18:15 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, hefur verið sakaður um mansal og að hafa samræði við ólögráða stúlku. Dómsmálaráðuneyti landsins hefur gefið út ákæru á hendur Morales eftir að myndir af forsetanum fyrrverandi með stúlkunni voru birtar. Guido Melgar, aðstoðardómsmálaráðherra landsins, sagði á blaðamannafundi að myndirnar hafi verið teknar af ættingja stúlkunnar, sem nú er 19 ára, þegar hún var á ferðalögum með Morales. Samkvæmt frétt BBC var stúlkan 14 ára þegar hún byrjaði að fara í ferðalög með Morales. Melgar sagði það undarlegt því ólögráða einstaklingar þurfa leyfi frá foreldrum til að ferðast til útlanda. Verið er að rannsaka það hvort fjölskylda stúlkunnar hafi leyft henni að ferðast með forsetanum. Ekki er vitað hvar stúlkan er núna en talið er að hún og fjölskylda hennar hafi ferðast til Argentínu, þar sem Morales býr nú. Morales var forseti frá 2006 til 2019 og fyrsti forseti innfæddra þar í landi, en innfæddir eru um tveir þriðju þjóðarinnar. Hann er nú í útlegð í Argentínu eftir umdeildar kosningar í fyrra. Hann steig frá völdum að kröfum hersins og hægri sinnuð ríkisstjórn tók við völdum. Flokkur Morales er þó enn í meirihluta á þingi. Nýjum forsetakosningum hefur þó verið frestað þrívegis, nú síðast í júlí og þá vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar.
Bólivía Tengdar fréttir Morales kynnti eftirmann sinn Fyrrverandi forseti Bólivíu hefur sagt að Luis Arce, fyrrverandi efnahagsmálaráðherra landsins, verði einn af frambjóðendunum í forsetakosningunum sem fram fara í landinu í maí. 20. janúar 2020 08:58 Morales biðlar til Sameinuðu þjóðanna Evo Morales kallar eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan miðli málum í Bólivíu eftir að her landsins knúði hann til þess að segja af sér sem forseti um síðustu helgi. 15. nóvember 2019 18:15 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Morales kynnti eftirmann sinn Fyrrverandi forseti Bólivíu hefur sagt að Luis Arce, fyrrverandi efnahagsmálaráðherra landsins, verði einn af frambjóðendunum í forsetakosningunum sem fram fara í landinu í maí. 20. janúar 2020 08:58
Morales biðlar til Sameinuðu þjóðanna Evo Morales kallar eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan miðli málum í Bólivíu eftir að her landsins knúði hann til þess að segja af sér sem forseti um síðustu helgi. 15. nóvember 2019 18:15