Erlent

Evo Morales segir af sér

Atli Ísleifsson skrifar
Vinstrimaðurinn Evo Morales tók við embætti forseta Bólivíu árið 2006.
Vinstrimaðurinn Evo Morales tók við embætti forseta Bólivíu árið 2006. Getty
Evo Morales hefur sagt af sér sem forseti Bólivíu. Morales greindi frá afsögninni í sjónvarpsávarpi fyrr í kvöld.Yfirmaður bólivíska hersins hafði áður hvatt Morales til að segja af sér en mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikurnar eftir að alþjóðlegir eftirlitsaðilar settu út á framkvæmd forsetakosninganna í síðasta mánuði. Morales lýsti þar yfir sigri.Yfirlýsing Williams Kaliman, yfirmanns hersins, kom nokkrum klukkustundum eftir að Morales samþykkti að boðað yrði til nýrra kosninga í landinu.Formaður landskjörstjórnar Bólivíu hefur sömuleiðis sagt af sér, líkt og varaforsetinn Alvaro Garcia Linera. Fjölmargir héldu útá götur höfuðborgarinnar til að fagna eftir að Morales tilkynnti um afsögn sína.Eftirlitsaðilar á vegum Stofnunar amerískra ríkja sögðu ljóst úrslitum hafi verið hagrætt. Morales hefur þó hafnað því að hafa haft rangt við, en ásakanir fóru á flug eftir að hlé var gert á talningu atkvæði í heilan sólarhring. Niðurstaðan sem kynnt var var á þá leið að Morales hafi rétt svo hlotið nægilega mörg atkvæði til að sleppa við að haldið yrði önnur umferð í forsetakosningunum.Vinstrimaðurinn Morales tók við embætti forseta Bólivíu árið 2006, en hann var fyrsti maðurinn af frumbyggjaættum til að gegna embættinu.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Morales boðar til nýrra kosninga

Forseti Bólivíu tilkynnti í dag að boðað verði til nýrra kosninga í landinu eftir að alþjóðlegir eftirlitsaðilar drógu framkvæmd kosninganna í efa.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.