Enski boltinn

„Sé ekki tímabilið byrja aftur 4. apríl“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Enska deildin er nú í hléi vegna veirunnar.
Enska deildin er nú í hléi vegna veirunnar. vísir/getty
Phil Thompson, goðsögn hjá Liverpool, segir að hann sjái ekki ensku úrvalsdeildina byrja aftur 4. apríl en deildin er nú í þriggja vikna hléi vegna kórónuveirunnar.

Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar munu hittast á þriðjudaginn og ræða hvað verði gert en Thompson segir að hann sjái ekki deildina byrja aftur á tilsettum tímapunkti.

„Ég held ekki. Ég held að þeir séu bara gefa sér smá frið en ég held að það verði erfitt að fá þetta í gang aftur,“ sagði Thompson við Sky Sports.







„Þeir munu funda á hverjum degi og þetta mun alltaf breytast. Ég horfi á Sky News á hverjum degi og þetta breytist á hverjum klukkutímanum. Hlutirnir eru alltaf að breytast.“

„Að spila bakvið luktar dyr er umdeild ákvörðun. Ég held að fótboltinn sé ekkert án stuðningsmanna. Þetta er leikur stuðningsmannanna en eins og Jurgen Klopp sagi að þá eru stærri vandamál til að hafa áhyggjur af.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×