Enski boltinn

Casilla miður sín og neitar sök

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Casilla, til hægri, neitar því að hafa sagt niðrandi orð í garð Leko.
Casilla, til hægri, neitar því að hafa sagt niðrandi orð í garð Leko. Vísir/Getty

Spænski markvörðurinn Kiko Casilla, leikmaður Leeds United í ensku B-deildinni, er miður sín yfir átta leikja banninu sem hann var dæmdur í af enska knattspyrnusambandinu. Hann segist ekki vera rasisti og fordæmir kynþáttaníð.

Sjá einnig: Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð

Casilla var dæmdur í átta leikja bann fyrir atvik sem átti sér stað í september. Þá ku markvörðurinn spænski hafa átt í orðaskiptum við Jonathan Leko, leikmann Charlton Athletic, sem túlkuðu hafa verið sem kynþáttaníð.

Fyrir það fékk hann umrætt átta leikja bann sem þýðir að hann missir af mikilvægum leikjum Leeds United í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Einnig var honum gert að borga 60 þúsund pund í sekt sem og að sitja námskeið í umburðarlyndi.

Það kom þó ekki að sök um helgina er Leeds lagði Hull City örugglega með fjórum mörkum gegn engu.

Sjá einnig: Sjáðu mörkin er Leeds vann stórsigur á Hull City

Casilla hefur nú tjáð sig um málið á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar neitar hann ákærunni og segist vera „mjög leiður og niðurbrotinn yfir því að hafa verið ásakaður um kynþáttaníð.“

„Kynþáttaníð á ekki að vera liðið í fótbolta, íþróttum eða öðrum sviðum samfélagsins,“ segir Casilla einnig. Þá segir hann að síðustu fimm mánuðir hafi verið þeir erfiðustu á ferli sínum og að hann muni taka refsingunni þó hann sé ósammála henni.

Leeds hefur stutt við bakið á Casilla og segir í yfirlýsingu að nefnd á vegum enska knattspyrnusambandsins hafi dæmt hann sekan út frá líkum frekar en að sýna fram á sekt hans án alls vafa.

Markvörðurinn hafði spilað alla 35 leiki Leeds í ensku B-deildinni en liðið situr í 2. sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði West Bromwich Albion þegar 10 leikir eru eftir af leiktíðinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×