Enski boltinn

Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kiko Casilla verður ekki í marki Leeds á næstunni.
Kiko Casilla verður ekki í marki Leeds á næstunni. Vísir/Getty

Spánverjinn Kiko Casilla, markvörður Leeds United í ensku B-deildinni, hefur verið dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð.

Í leik Leeds og Charlton Athletic í september mánuði 2019 gerðist Casilla sekur um hegðun í garð Jonathan Leko sem hefur nú verið túlkuð sem kynþáttaníð. Casilla neitaði sök en enska knattspyrnusambandið var ósammála og taldi að nægar sannanir væru til að sanna mál Leko.

Markvörðurinn var sektaður um 60 þúsund pund eða tæpar 10 milljónir króna. Þá þarf hann að sækja námskeið í umburðarlyndi á vegum enska knattspyrnusambandsins.

Leeds mætir Hull City eftir hádegi í dag og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×