Enski boltinn

„Roon­ey gæti orðið fram­tíðar­stjóri Manchester United“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney í sigri Derby gegn Sheffield Wednesday um helgina.
Rooney í sigri Derby gegn Sheffield Wednesday um helgina. vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að Wayne Rooney gæti einn daginn taka við stjórastöðunni hjá þeim rauðklæddu frá Manchester.

United mætir Rooney og félögum í Derby er liðin mætast í enska bikarnum á Pride Park í kvöld en Rooney er spilandi aðstoðarþjálfari Derby.

Hann tók við því starfi þann 1. janúar og hefur verið í teymi Phillip Cocu. Norðmaðurinn segir að það gæti verið eitt skref í átt að starfinu á Old Trafford.

Solskjær var spurður hvort að hann sæi fyrir sér að Rooney myndi einhverntímann taka við starfinu hjá United og það lá ekki á svörum:

„Já,“ sagði Solskjær og hló. „Það fer eftir því hvað þú leggur mikið í þetta starf því þetta tekur yfir lífið þitt. Þetta er næst besta starfið, eftir því að spila leikinn.“







„Ég er viss um að það eru margir fyrrum leikmenn og stjórar sem væru til í að vera í mínu starfi.“

Skilaboð Solskjær á blaðamannafundinum voru skýr. Hann sagðist vilja vinna titla með félaginu og myndi setja það ofar á listann hjá sér en að fara í gegnum heilt tímabil án þess að tapa.

Leikur Derby og United er í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×