Enski boltinn

Tammy Abraham bæði valinn sá besti og sá efnilegasti

Ísak Hallmundarson skrifar
Tammy hefur gert vel undir stjórn Franks Lampard hjá Chelsea
Tammy hefur gert vel undir stjórn Franks Lampard hjá Chelsea vísir/getty

Tammy Abraham, sóknarmaður Chelsea, vann til tvennra verðlauna á Fótboltaverðalaunahátíð Lundúna sem haldin voru í gær. Hann var bæði valinn besti leikmaður ársins og besti ungi leikmaður ársins. Aðeins þeir sem spila með liðum frá Lundúnaborg koma til greina í valinu.

Tammy er 22 ára og hefur skorað 15 mörk á tímabilinu og varð fyrstur frá upphafi til að vinna bæði þessi verðlaun á sama ári. Aðrir sem voru tilnefndir til besta leikmanns ársins voru Jorginho liðsfélagi Tammy hjá Chelsea og Heung-min Son hjá Tottenham.

Þá hafði Englendingurinn efnilegi betur gegn Mason Mount og Fikayo Tomori, liðsfélögum sínum, og Gabriel Martinelli frá Arsenal í baráttunni um að vera valinn besti ungi leikmaðurinn.

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, var tilnefndur sem stjóri ársins ásamt Roy Hodgson þjálfara Crystal Palace, en það var stjóri Brentford í ensku b-deildinni, Thomas Frank, sem hreppti verðlaunin.

Ben Foster var valinn markvörður ársins, en hann ver markið hjá Watford í ensku úrvalsdeildinni. Vivianne Miedema var valin leikmaður ársins í kvennaflokki annað árið í röð, en hún leikur með Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×