Veður

Þung­búin ský yfir suð­vestur­horninu en mun létta til

Atli Ísleifsson skrifar
Bjart er norðan- og vestantil um hádegisbil samkvæmt spákorti Veðurstofunnar.
Bjart er norðan- og vestantil um hádegisbil samkvæmt spákorti Veðurstofunnar. Veðurstofan

Byrjun dagsins er ekki mjög björt á suðvesturhorni landsins með þungbúnum skýjum, en það léttir til, annað en í gær.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Eftir hádegi fari skýin og sólin láti sjá sig, líkt og í fleiri landshlutum.

„Það verður norðaustan átt í dag, víða 5-10 m/s en 10-15 m/s í vindstrengjum við suðausturströndina með vindhviðum um 25 m/s en það getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Hiti 10 til 17 stig, en nokkuð svalt austanlands, lengst af skýjað og hiti 5 til 9 stig á þeim slóðum.

Á morgun má gera ráð fyrir áframhaldandi norðaustanátt, áfram strekkingur suðaustanlands og einnig norðvestantil á landinu, annars hægari vindur og fer að lægja á laugardag. Víða léttskýjað en þungbúið um landið norðaustanvert, og svipaðar hitatölur,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðaustan og norðan 5-15 m/s, hvassast í vindstrengjum á Vesturlandi og með austurströndinni. Bjart með köflum, en dálítil rigning suðaustantil. Þykknar upp um norðanvert landið síðdegis. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast sunnanlands.

Á laugardag: Norðlæg átt 3-8, en 8-13 austast á landinu. Víða léttskýjað og hiti 11 til 17 stig yfir daginn. Skýjað norðaustan- og austanlands, þurrt að kalla og hiti 6 til 11 stig.

Á sunnudag: Hæg breytileg átt eða hafgola. Víða þurrt og bjart veður og hiti 8 til 17 stig, hlýjast á vestanverðu landinu.

Á mánudag og þriðjudag: Hæg breytileg átt eða hafgola og bjart með köflum. Hiti víða 10 til 16 stig yfir daginn.

Á miðvikudag: Útlit fyrir hæga austanátt og víða léttskýjað. Hiti breytist lítið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×