Enski boltinn

Fyrir­liði Evrópu­meistaranna frá í þrjár vikur

Henderson liggur óvígur eftir í leiknum á þriðjudaginn.
Henderson liggur óvígur eftir í leiknum á þriðjudaginn. vísir/getty

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, verður frá næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla en hann meiddist í leik gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni fyrr í vikunni.

Henderson fór af velli á 80. mínútu eftir að hafa þurft aðhlynningu nokkrum mínútum áður. Liverpool tapaði leiknum 1-0 en Saul Niguez skoraði sigurmarkið á 4. mínútu.

Meiðsli Henderson eru aftan í læri en það hefur margoft sannað sig að svoleiðis meiðsli er erfitt að berjast við.







Liverpool er með 22 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en liðið mætir Atletico Madrid í síðari leiknum í 16-liða úrslitunum þann 11. mars. Það er ljóst að Henderson verður í kapphlaupi við tímann að ná þeim.

Enski landsliðsmaðurinn mun missa af leik Liverpool gegn West Ham á mánudagskvöldið og deildarleik gegn Watford um aðra helgi. Liðið spilar svo við Chelsea í enska bikarnum þann 3. mars áður en liðið mætir Bournemouth í síðasta leiknum fyrir leikinn gegn Atletico.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×