Enski boltinn

West Brom og Leeds nær úrvalsdeildinni

Sindri Sverrisson skrifar
Pablo Hernandez skoraði sigurmark Leeds í dag.
Pablo Hernandez skoraði sigurmark Leeds í dag. vísir/getty

West Brom og Leeds eru skrefi nær sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir sigurleiki í dag.

West Brom vann 3-0 útisigur gegn Bristol City sem er í 7. sæti, og er með 66 stig á toppnum. Hal Robson-Kanu skoraði tvö marka West Brom sem missti Romaine Sawyers af velli með rautt spjald á 77. mínútu. Leeds vann Reading 1-0 með marki Pablo Hernández um miðjan seinni hálfleik, og er með 62 stig í 2. sæti.

Í umspilssætunum fjórum (3.-6. sæti) er staðan núna ansi jöfn en þar sitja Fulham með 57 stig, Brentford 56, Nottingham Forest 56 og Preston 56. Bristol City er svo með 53 stig þar fyrir neðan.

Jón Daði Böðvarsson var í liði Millwall fram á 64. mínútu þegar liðið tapaði gegn Wigan á útivelli, 1-0. Millwall er því í 11. sæti með 49 stig en Wigan er enn í fallsæti með 34 stig, tveimur stigum frá næsta örugga sæti.

Úrslit dagsins:

Brentford - Blackburn 2-2

Barnsley - Middlesbrough 1-0

Birmingham - Sheff. Wed. 3-3

Bristol City - West Brom 0-3

Charlton - Luton 3-1

Leeds - Reading 1-0

Nottingham Forest - QPR 0-0

Preston - Hull 2-1

Stoke - Cardiff 2-0

Swansea - Huddersfield 3-1

Wigan - Millwall 1-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×