Bernie Sanders með stórsigur í Nevada Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2020 07:21 Bernie Sanders leiðir nú kapphlaupið um að verða forsetaefni Demókrataflokksins. Getty Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders virðist hafa unnið stórsigur í forkosningum Demókrataflokksins í Nevada sem fram fóru í gær. Þegar búið er að telja um helming atkvæða virðist Sanders hafa fengið 47 prósent atkvæða. Varaforsetanum fyrrverandi, Joe Biden, virðist hafa gengið betur en í fyrstu tveimur forkosningum Demókrata, í Iowa og New Hampshire, og fengið um 19 prósent atkvæða nú. Pete Buttigieg mælist svo með 15 prósent atkvæða og Elizabeth Warren 10 prósent. 36 landsfundarfulltrúum Nevada verður skipt milli þeirra frambjóðenda sem hlutu 15 prósent atkvæða eða fleiri í forkosningunum í gær. Fyrir forkosningarnar í Nevada hafði Sanders hlotið 21 fulltrúa á landsþing Demókrata næsta sumar þar sem frambjóðandi flokksins verður valinn, en sá mun etja kappi við Donald Trump forseta í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember. Alls þarf frambjóðandi að safna saman 1.990 fulltrúum til að hljóta útnefningu flokksins. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti.Getty Nær til margra Í frétt BBC kemur fram að talið sé að helstu ástæður fyrir góðu gengi Sanders sé að margir hafi greitt atkvæði utan kjörfundar, sér í lagi Bandaríkjamenn af rómöskum uppruna þar sem stuðningur við Sanders er hlutfallslega mikill. Þá hafi hann notið stuðnings stéttarfélaga og náð að höfða til fólks í öllum aldursflokkum, nema þá meðal þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Einnig hafi hann notið sérstaklega mikil stuðnings meðal kjósenda í yngsta aldursflokknum og meðal vel menntaðra, hvítra kvenna, en talið er að sá þjóðfélagshópur muni gegna lykilhlutverki þegar kemur að niðurstöðum kosninganna í nóvember. Endurkoman sögð hefjast hér Sanders var vitanlega ánægður með tölurnar þegar þær birtust og hrósaði fjölbreyttu stuðningsliði sínu þar sem saman væri komið fólk í öllum aldurshópum og kynþáttum. „Ameríska þjóðin hefur fengið sig fullsadda af forseta sem lýgur stanslaust,“ sagði Sanders. Biden-liðar voru sömuleiðis ánæðir með niðurstöðuna og lýstu því yfir að „endurkoman hefjist hér“. Trump forseti hrósaði Sanders í tísti fyrir sigurinn en kallaði hann jafnframt „Brjálaða Bernie“ (e. Crazy Bernie). Looks like Crazy Bernie is doing well in the Great State of Nevada. Biden & the rest look weak, & no way Mini Mike can restart his campaign after the worst debate performance in the history of Presidential Debates. Congratulations Bernie, & don't let them take it away from you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 22, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders líklegastur í Nevada Demókratar í Nevada halda forval fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. 22. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders virðist hafa unnið stórsigur í forkosningum Demókrataflokksins í Nevada sem fram fóru í gær. Þegar búið er að telja um helming atkvæða virðist Sanders hafa fengið 47 prósent atkvæða. Varaforsetanum fyrrverandi, Joe Biden, virðist hafa gengið betur en í fyrstu tveimur forkosningum Demókrata, í Iowa og New Hampshire, og fengið um 19 prósent atkvæða nú. Pete Buttigieg mælist svo með 15 prósent atkvæða og Elizabeth Warren 10 prósent. 36 landsfundarfulltrúum Nevada verður skipt milli þeirra frambjóðenda sem hlutu 15 prósent atkvæða eða fleiri í forkosningunum í gær. Fyrir forkosningarnar í Nevada hafði Sanders hlotið 21 fulltrúa á landsþing Demókrata næsta sumar þar sem frambjóðandi flokksins verður valinn, en sá mun etja kappi við Donald Trump forseta í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember. Alls þarf frambjóðandi að safna saman 1.990 fulltrúum til að hljóta útnefningu flokksins. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti.Getty Nær til margra Í frétt BBC kemur fram að talið sé að helstu ástæður fyrir góðu gengi Sanders sé að margir hafi greitt atkvæði utan kjörfundar, sér í lagi Bandaríkjamenn af rómöskum uppruna þar sem stuðningur við Sanders er hlutfallslega mikill. Þá hafi hann notið stuðnings stéttarfélaga og náð að höfða til fólks í öllum aldursflokkum, nema þá meðal þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Einnig hafi hann notið sérstaklega mikil stuðnings meðal kjósenda í yngsta aldursflokknum og meðal vel menntaðra, hvítra kvenna, en talið er að sá þjóðfélagshópur muni gegna lykilhlutverki þegar kemur að niðurstöðum kosninganna í nóvember. Endurkoman sögð hefjast hér Sanders var vitanlega ánægður með tölurnar þegar þær birtust og hrósaði fjölbreyttu stuðningsliði sínu þar sem saman væri komið fólk í öllum aldurshópum og kynþáttum. „Ameríska þjóðin hefur fengið sig fullsadda af forseta sem lýgur stanslaust,“ sagði Sanders. Biden-liðar voru sömuleiðis ánæðir með niðurstöðuna og lýstu því yfir að „endurkoman hefjist hér“. Trump forseti hrósaði Sanders í tísti fyrir sigurinn en kallaði hann jafnframt „Brjálaða Bernie“ (e. Crazy Bernie). Looks like Crazy Bernie is doing well in the Great State of Nevada. Biden & the rest look weak, & no way Mini Mike can restart his campaign after the worst debate performance in the history of Presidential Debates. Congratulations Bernie, & don't let them take it away from you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 22, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders líklegastur í Nevada Demókratar í Nevada halda forval fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. 22. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Sanders líklegastur í Nevada Demókratar í Nevada halda forval fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. 22. febrúar 2020 22:00