Erlent

Sanders líklegastur í Nevada

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Bernie Sanders.
Bernie Sanders. Vísir/getty

Demókratar í Nevada halda forval fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. Bernie Sanders mælist vinsælastur í ríkinu.

Nevada er fyrsta ríkið til þess að greiða atkvæði í forvalinu þar sem hlutfall hvítra íbúa er undir níutíu prósentum, er nánar tiltekið tæp sjötíu prósent og endurspeglar því betur Bandaríkin í heild en ríkin sem hafa þegar greitt atkvæði, Iowa og New Hampshire.

Hingað til hafa þeir Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri, og Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður verið sterkastir og skipst á fyrsta og öðru sætinu með afar litlum mun.

Þetta gæti hins vegar breyst í Nevada, að hluta til vegna minna hlutfalls hvítra kjósenda. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Buttigieg átt á brattann að sækja á meðal svartra og rómanskættaðra kjósenda en þar er Sanders öllu sterkari.

Meðaltal skoðanakannana hefur sýnt þessa stöðu í ríkinu. Sanders langefstur með þrjátíu prósent en næstu fimm frambjóðendur á milli tíu og sextán prósenta.

Næst verður forval í Suður-Karólínu, þann 29. febrúar, og svo í fjórtán ríkjum í einu á svokölluðum ofurþriðjudegi, 3. mars.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.