Klopp: Hélt að þetta met félli aldrei Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2020 22:45 Sadio Mané skoraði sigurmark Liverpool gegn West Ham og kyssti grasið á Anfield. vísir/getty Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er stoltur af að liðið hafi jafnað met Manchester City yfir flesta sigurleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni. Hann segist ekki hafa fundið fyrir stressi, 2-1 undir gegn West Ham í kvöld. Liverpool vann West Ham 3-2 í kvöld þrátt fyrir að vera undir þegar 25 mínútur voru til leiksloka og hefur nú jafnað met Manchester City sem vann 18 leiki í röð veturinn 2017-18. Liverpool þarf að vinna Watford á laugardag til að bæta metið. „Ég hélt að þetta met yrði aldrei slegið eða jafnað. Við gerðum það og ég trúi hreinlega ekki að það hafi tekist. Mér fannst svo gott í kvöld hvernig allt jákvætt hjálpaði okkur. Þegar við jöfnuðum metin þá var fólkið í stúkunni á fullu og það hjálpaði okkur. Hvað svo sem gerist á þessu tímabili þá er það okkur öllum að þakka. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir stuðninginn sem við fáum. Hingað til hefur hann verið frábær,“ segir Klopp, sem vildi ekki tala mikið um hve stutt væri hugsanlega í að Liverpool landaði titlinum, og minnti á styrkleika Manchester City-liðsins. Klopp segist ekki hafa verið órólegur í stöðunni 2-1 í kvöld og það hafi hjálpað til hve góður stuðningurinn var: „Ég skynjaði ekki neinn taugatrekking á Anfield. Ég held að ekki nokkur maður hafi haldið að þetta væri ekki hægt [að vinna leikinn]. Það var bara 51 mínúta búin og mikill tími eftir. Við vorum svolítið heppnir. Lukasz Fabianski myndi vanalega verja skotið frá Mohamed Salah og Sadio Mané var svolítið heppinn með sitt mark vegna þess hvernig skotið fór af varnarmanni í aðdragandanum. Besta markið var það sem var dæmt af, það var mjög flott mark,“ segir Klopp en Mané skoraði mark undir lok leiks sem var dæmt af vegna rangstöðu. Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool enn nær titlinum með aðstoð Fabianski Liverpool er komið með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur gegn West Ham á Anfield í kvöld. West Ham var yfir þegar 25 mínútur voru til leiksloka. 24. febrúar 2020 21:45 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er stoltur af að liðið hafi jafnað met Manchester City yfir flesta sigurleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni. Hann segist ekki hafa fundið fyrir stressi, 2-1 undir gegn West Ham í kvöld. Liverpool vann West Ham 3-2 í kvöld þrátt fyrir að vera undir þegar 25 mínútur voru til leiksloka og hefur nú jafnað met Manchester City sem vann 18 leiki í röð veturinn 2017-18. Liverpool þarf að vinna Watford á laugardag til að bæta metið. „Ég hélt að þetta met yrði aldrei slegið eða jafnað. Við gerðum það og ég trúi hreinlega ekki að það hafi tekist. Mér fannst svo gott í kvöld hvernig allt jákvætt hjálpaði okkur. Þegar við jöfnuðum metin þá var fólkið í stúkunni á fullu og það hjálpaði okkur. Hvað svo sem gerist á þessu tímabili þá er það okkur öllum að þakka. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir stuðninginn sem við fáum. Hingað til hefur hann verið frábær,“ segir Klopp, sem vildi ekki tala mikið um hve stutt væri hugsanlega í að Liverpool landaði titlinum, og minnti á styrkleika Manchester City-liðsins. Klopp segist ekki hafa verið órólegur í stöðunni 2-1 í kvöld og það hafi hjálpað til hve góður stuðningurinn var: „Ég skynjaði ekki neinn taugatrekking á Anfield. Ég held að ekki nokkur maður hafi haldið að þetta væri ekki hægt [að vinna leikinn]. Það var bara 51 mínúta búin og mikill tími eftir. Við vorum svolítið heppnir. Lukasz Fabianski myndi vanalega verja skotið frá Mohamed Salah og Sadio Mané var svolítið heppinn með sitt mark vegna þess hvernig skotið fór af varnarmanni í aðdragandanum. Besta markið var það sem var dæmt af, það var mjög flott mark,“ segir Klopp en Mané skoraði mark undir lok leiks sem var dæmt af vegna rangstöðu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool enn nær titlinum með aðstoð Fabianski Liverpool er komið með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur gegn West Ham á Anfield í kvöld. West Ham var yfir þegar 25 mínútur voru til leiksloka. 24. febrúar 2020 21:45 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Liverpool enn nær titlinum með aðstoð Fabianski Liverpool er komið með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur gegn West Ham á Anfield í kvöld. West Ham var yfir þegar 25 mínútur voru til leiksloka. 24. febrúar 2020 21:45