Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Gunnar Reynir Valþórsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. febrúar 2020 06:55 Frá Costa Adeje á Tenerife. Vísir/getty Uppfært klukkan 8:55: Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu. Þeir eru í fríi á Tenerife á vegum ferðaskrifstofunnar Vita. Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. Um þúsund manns eru nú í sóttkví á hóteli sem íslensku ferðaskrifstofurnar hafa hjá sér á skrá, að því er fram kemur í frétt staðarblaðs á Tenerife. Ekki er þó vitað til þess að neinir Íslendingar séu í sóttkví. Sá sem smitaðist af Covid19-veirunni er ítalskur læknir frá Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu sem gaf sig fram á spítala eftir að hann fór að finna fyrir einkennum veirunnar. Hann hafði verið um viku á Tenerife. Nú hefur verið staðfest að um sé að ræða Covid-19 og er maðurinn í sóttkví á spítala. Þetta er fyrsta tilfellið sem upp kemur á þessum vinsæla ferðamannastað þar sem fjöldi Íslendinga dvelur á hverjum tíma. Bæjarblaðið Diario de Avisos heldur því síðan fram að í morgun hafi heilbrigðisyfirvöld sett rúmlega þúsund ferðamenn á hótelinu H10 Costa Adeje Palace í sóttkví vegna málsins, en maðurinn hafði gist á því hóteli. Ekki verið með farþega á hótelínu síðan í febrúar Samkvæmt heimasíðu Heimsferða, Úrvals Útsýnar og Vita er H10 Costa Adeje Palace-hótelið eitt af þeim sem í boði eru fyrir Íslendinga sem ferðast til eyjarinnar. Tómas J. Gestsson framkvæmdastjóri Heimsferða segir í svari við fyrirspurn Vísis að enginn á vegum ferðaskrifstofunnar sé nú á hótelinu. Heimsferðir hafi raunar ekki verið með farþega á hótelinu síðan í byrjun febrúar. Þá hefur hann ekki heyrt af neinum Íslendingum í sóttkví. Þórunn Reynisdóttir forstjóri Úrvals útsýnar hafði ekki fengið fregnir af því hvort einhverjir Íslendingar væru á hótelinu þegar Vísir náði tali af henni í morgun. Hún segir að verið sé að vinna í því að afla upplýsinga um stöðu mála. Átta norrænir gestir á vegum ferðaskrifstofunnar Tui eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu, að því er norska dagblaðið VG hefur eftir Mikkel Hansen, fjölmiðlafulltrúa hjá Tui. Hansen segir að norrænu gestirnir séu frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Fyrst var greint frá því að gestirnir væru fimmtán en það reyndist ekki rétt. Tvö tilfelli Covid19-veirunnar hafa nú greinst á Kanaríeyjum. Þá hefur fjöldi tilfella greinst á Ítalíu, alls 229, og hefur sóttvarnalæknir mælst gegn ónauðsynlegum ferðum til fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt héruðin ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 8:21. Veist þú meira um málið? Vísir tekur tekur ábendingum fagnandi á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði heitið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Versti dagur hlutabréfamarkaða í tvö ár Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 23:17 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Uppfært klukkan 8:55: Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu. Þeir eru í fríi á Tenerife á vegum ferðaskrifstofunnar Vita. Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. Um þúsund manns eru nú í sóttkví á hóteli sem íslensku ferðaskrifstofurnar hafa hjá sér á skrá, að því er fram kemur í frétt staðarblaðs á Tenerife. Ekki er þó vitað til þess að neinir Íslendingar séu í sóttkví. Sá sem smitaðist af Covid19-veirunni er ítalskur læknir frá Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu sem gaf sig fram á spítala eftir að hann fór að finna fyrir einkennum veirunnar. Hann hafði verið um viku á Tenerife. Nú hefur verið staðfest að um sé að ræða Covid-19 og er maðurinn í sóttkví á spítala. Þetta er fyrsta tilfellið sem upp kemur á þessum vinsæla ferðamannastað þar sem fjöldi Íslendinga dvelur á hverjum tíma. Bæjarblaðið Diario de Avisos heldur því síðan fram að í morgun hafi heilbrigðisyfirvöld sett rúmlega þúsund ferðamenn á hótelinu H10 Costa Adeje Palace í sóttkví vegna málsins, en maðurinn hafði gist á því hóteli. Ekki verið með farþega á hótelínu síðan í febrúar Samkvæmt heimasíðu Heimsferða, Úrvals Útsýnar og Vita er H10 Costa Adeje Palace-hótelið eitt af þeim sem í boði eru fyrir Íslendinga sem ferðast til eyjarinnar. Tómas J. Gestsson framkvæmdastjóri Heimsferða segir í svari við fyrirspurn Vísis að enginn á vegum ferðaskrifstofunnar sé nú á hótelinu. Heimsferðir hafi raunar ekki verið með farþega á hótelinu síðan í byrjun febrúar. Þá hefur hann ekki heyrt af neinum Íslendingum í sóttkví. Þórunn Reynisdóttir forstjóri Úrvals útsýnar hafði ekki fengið fregnir af því hvort einhverjir Íslendingar væru á hótelinu þegar Vísir náði tali af henni í morgun. Hún segir að verið sé að vinna í því að afla upplýsinga um stöðu mála. Átta norrænir gestir á vegum ferðaskrifstofunnar Tui eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu, að því er norska dagblaðið VG hefur eftir Mikkel Hansen, fjölmiðlafulltrúa hjá Tui. Hansen segir að norrænu gestirnir séu frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Fyrst var greint frá því að gestirnir væru fimmtán en það reyndist ekki rétt. Tvö tilfelli Covid19-veirunnar hafa nú greinst á Kanaríeyjum. Þá hefur fjöldi tilfella greinst á Ítalíu, alls 229, og hefur sóttvarnalæknir mælst gegn ónauðsynlegum ferðum til fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt héruðin ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 8:21. Veist þú meira um málið? Vísir tekur tekur ábendingum fagnandi á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Versti dagur hlutabréfamarkaða í tvö ár Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 23:17 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45
WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46
Versti dagur hlutabréfamarkaða í tvö ár Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 23:17