Erlent

WHO segir að heims­byggðin ætti að undir­búa sig undir heims­far­aldur

Eiður Þór Árnason skrifar
Dyggilega unnið að sótthreinsun markaðssvæðis í Suður-Kóreu þar sem veiran hefur náð nokkurri útbreiðslu.
Dyggilega unnið að sótthreinsun markaðssvæðis í Suður-Kóreu þar sem veiran hefur náð nokkurri útbreiðslu. Vísir/AP

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að heimsbyggðin þurfi að gera meira til þess að undirbúa sig undir mögulegan heimsfaraldur Covid19-kórónaveirunnar.

Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi.

Veirufaraldur hlýtur skilgreininguna heimsfaraldur þegar smitsjúkdómur er farinn að smitast auðveldlega á milli fólks í mörgum heimshlutum.

Mikil útbreiðsla veirunnar í Suður-Kóreu, Ítalíu og Íran er sögð valda áhyggjum en langflest smit hafa samt sem áður greinst í Kína, þar sem veiran á upptök sín.

Þar hafa um 77 þúsund manns smitast af veirunni og 2.600 látið lífið af völdum hennar en tala nýrra tilfella þar í landi fer nú lækkandi.

Yfir 1.200 veirusmit hafa nú verið staðfest utan Kína í um þrjátíu löndum. Þá hafa rétt yfir tuttugu manns látið lífið vegna hennar utan Kína. Greint var frá þremur nýjum dauðsföllum á Ítalíu í dag og hafa nú sex þar látist vegna veirunnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.