Íslenski boltinn

Áfram keppt um Mjólkurbikarinn næstu tvö árin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og Ari Edwald, forstjóri MS, skála í mjólk.
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og Ari Edwald, forstjóri MS, skála í mjólk. Vísir

Mjólkursamsalan og Sýn hf. hafa skrifað undir nýjan tveggja árs samning um að bikarkeppnir karla og kvenna í knattspyrnu heiti áfram Mjólkurbikarinn. Bikarkeppnin hét Mjólkurbikarinn á árunum 1986 til 1996 en sneri svo aftur sumarið 2018.

Ari Edwald, forstjóri MS, Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, skáluðu í mjólk þegar samningurinn var undirritaður í dag.

Karlalið Víkings og kvennalið Selfoss unnu Mjólkurbikarinn á síðustu leiktíð. Víkingur vann 1-0 sigur á FH í úrslitaleik en Selfossstelpurnar unnu 2-1 sigur á KR í úrslitaleik.

Mjólkurbikar karla hefst 8. apríl næstkomandi en Pepsi Max deildarliðin koma inn í 32 liða úrslitin í lok apríl. Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli föstudaginn 2. október.

Mjólkurbikar kvenna hefst 29. apríl næstkomandi en Pepsi Max deildarliðin koma inn í 16 liða úrslitin í lok maí. Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli föstudaginn 28. ágúst.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá undirrtun samningsins í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.