Stefnir í deilur milli Bandaríkjanna og Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2020 15:59 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AP Von er á því að deilumál Bandaríkjanna og Evrópu verði bersýnileg á öryggisráðstefnu sem haldin verður í Þýskalandi um helgina. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið hnekki á undanförnum árum og forsvarsmenn utanríkisstefnu Bandaríkjanna efast um að þeir geti reitt sig á stuðning Evrópu þegar kemur að áherslum Donald Trump, forseta. Einnig þykja líkur á viðskiptastríði milli Bandaríkjanna og Evrópu hafa aukast. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Mark Esper, varnarmálaráðherra, munu leiða hóp erindreka Bandaríkjanna í Þýskalandi um helgina. Tvö markmið eru þeim fremst í huga. Það fyrra er að fá ríki Evrópu til að styðja refsiaðgerðir gegn Íran í kjölfar þess að Trump tók einhliða ákvörðun um að draga Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða frá 2015, og að koma í veg fyrir að kínverska tæknifyrirtækinu Huawei verði veittur aðgangur að grunninnviðum samskiptakerfa Evrópu. Þar að auki munu Pompeo og Esper funda með Ashraf Ghani, forseta Afganistan, um mögulegan friðarsáttmála við Talibana. Evrópa hefur þó litla aðkomu að því máli, enn sem komið er í það minnsta. Trump-liðar eru pirraðir yfir trega Evrópuríkja til að fylgja Bandaríkjunum eftir varðandi kjarnorkusamkomulagið við Íran og beita Írani viðskiptaþvingunum á nýjan leik. Þess í stað hafa Evrópuríkin sem komu að samkomulaginu og vilja bjarga því, beitt sérstöku deiluákvæði í samkomulaginu sem gæti tekið marga mánuði að leysa úr. Íranar hafa þegar brotið gegn einhverjum ákvæðum samkomulagins og eru til dæmis farnir að auðga meira úran en þeir mega, miðað við samkomulagið. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Trump er þeirrar skoðunar að samkomulagið hafi ekki verið nægilega gott og vill hann þvinga Íran aftur að samningaborðinu og fá leiðtoga ríkisins til að skrifa undir nýtt samkomulag sem bindur hendur þeirra frekar. Vill hann þvinga bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu til að fylgja sér eftir. Einnig þykir líklegt að málefni Huawei muni valda deilum á ráðstefnunni en Evrópa hefur ekki tekið vel í áköll Bandaríkjanna um að Huawei verði útilokað frá uppbyggingu 5G samskiptakerfa. Vill endursemja við Evrópu Trupm hefur einnig gefið í skyn að hann vilji gera nýjan viðskiptasaming við Evrópusambandið. Hann hefur lengi kvartað yfir ESB og sagt að sambandið komi hræðilega fram við Bandaríkin. Hann hefur sérstaklega sagt að tollar ESB gagnvart Bandaríkjunum séu „ótrúlegir“ og gefið í skyn að hann ætli að setja tolla á vörur frá Evrópu. Samkvæmt Reuters hafa evrópskir ráðamann komið þeim skilaboðum til Trump að þeir séu tilbúnir til að ræða við hann um tiltekin deiluefni. Hins vegar muni ESB svara tollum Bandaríkjanna megi eigin tollum, komi til þess. Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Frakkland Íran Kína Rússland Þýskaland Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir 100 ára yfirráðum Jafnaðarmann í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Sjá meira
Von er á því að deilumál Bandaríkjanna og Evrópu verði bersýnileg á öryggisráðstefnu sem haldin verður í Þýskalandi um helgina. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið hnekki á undanförnum árum og forsvarsmenn utanríkisstefnu Bandaríkjanna efast um að þeir geti reitt sig á stuðning Evrópu þegar kemur að áherslum Donald Trump, forseta. Einnig þykja líkur á viðskiptastríði milli Bandaríkjanna og Evrópu hafa aukast. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Mark Esper, varnarmálaráðherra, munu leiða hóp erindreka Bandaríkjanna í Þýskalandi um helgina. Tvö markmið eru þeim fremst í huga. Það fyrra er að fá ríki Evrópu til að styðja refsiaðgerðir gegn Íran í kjölfar þess að Trump tók einhliða ákvörðun um að draga Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða frá 2015, og að koma í veg fyrir að kínverska tæknifyrirtækinu Huawei verði veittur aðgangur að grunninnviðum samskiptakerfa Evrópu. Þar að auki munu Pompeo og Esper funda með Ashraf Ghani, forseta Afganistan, um mögulegan friðarsáttmála við Talibana. Evrópa hefur þó litla aðkomu að því máli, enn sem komið er í það minnsta. Trump-liðar eru pirraðir yfir trega Evrópuríkja til að fylgja Bandaríkjunum eftir varðandi kjarnorkusamkomulagið við Íran og beita Írani viðskiptaþvingunum á nýjan leik. Þess í stað hafa Evrópuríkin sem komu að samkomulaginu og vilja bjarga því, beitt sérstöku deiluákvæði í samkomulaginu sem gæti tekið marga mánuði að leysa úr. Íranar hafa þegar brotið gegn einhverjum ákvæðum samkomulagins og eru til dæmis farnir að auðga meira úran en þeir mega, miðað við samkomulagið. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Trump er þeirrar skoðunar að samkomulagið hafi ekki verið nægilega gott og vill hann þvinga Íran aftur að samningaborðinu og fá leiðtoga ríkisins til að skrifa undir nýtt samkomulag sem bindur hendur þeirra frekar. Vill hann þvinga bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu til að fylgja sér eftir. Einnig þykir líklegt að málefni Huawei muni valda deilum á ráðstefnunni en Evrópa hefur ekki tekið vel í áköll Bandaríkjanna um að Huawei verði útilokað frá uppbyggingu 5G samskiptakerfa. Vill endursemja við Evrópu Trupm hefur einnig gefið í skyn að hann vilji gera nýjan viðskiptasaming við Evrópusambandið. Hann hefur lengi kvartað yfir ESB og sagt að sambandið komi hræðilega fram við Bandaríkin. Hann hefur sérstaklega sagt að tollar ESB gagnvart Bandaríkjunum séu „ótrúlegir“ og gefið í skyn að hann ætli að setja tolla á vörur frá Evrópu. Samkvæmt Reuters hafa evrópskir ráðamann komið þeim skilaboðum til Trump að þeir séu tilbúnir til að ræða við hann um tiltekin deiluefni. Hins vegar muni ESB svara tollum Bandaríkjanna megi eigin tollum, komi til þess.
Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Frakkland Íran Kína Rússland Þýskaland Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir 100 ára yfirráðum Jafnaðarmann í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent