Mourinho segir að mögulegt bann Man City hafi engin áhrif á Tottenham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2020 20:45 Mourinho í leik Tottenham og Aston Villa í gær. Vísir/Getty José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, segir að mögulegt bann Manchester City frá Meistaradeild Evrópu muni ekki hafa áhrif á hugarfar Tottenham liðsins. Þetta kom fram á Sky Sports fyrr í dag. Tottenham vann Aston Villa á útivelli í gær þökk sé sigurmarki Son Heung-Min í uppbótartíma leiksins. Mourinho sagði eftir leik að hvað sem gerist hjá Manchester City þá verði Tottenham að halda áfram baráttunni um 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sem gefur sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Standi bannið, og City endar í efstu fjórum sætum deildarinnar, þá mun 5. sætið gefa þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu en Tottenham er sem stendur í 5. sæti deildarinnar. Aðspurður út í mögulegt bann City þá gantaðist Mourinho með það að hann væri helst til í að sjá það hafa áhrif á stigafjölda Manchester City á leiktíðinni 2017/2018. En það sama tímabil endaði Manchester United, undir stjórn Mourinho, í 2. sæti deildarinnar.„Ég er ekki að hugsa um 4. eða 5. sætið. Ég er að einbeita mér að því að ná því besta út úr mínu liði, ná í eins mörg stig og við getum til að enda í sem bestri stöðu,“ sagði Mourinho um málið. „Þegar tímabilinu lýkur þá sjáum við hvar við erum, kannski endum við í 6. eða 7. sæti og þá skiptir engu máli ef 5. sætið gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Þangað til endanlega hefur verið dæmt í málinu þá eiga Manchester City að fá að njóta vafans,“ sagði Mourinho að lokum en félagið hefur áfrýjað ákvörðun UEFA. Enski boltinn Tengdar fréttir Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30 Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30 Son sendi Tottenham upp í 5. sæti í blálokin Son Heung-min tryggði Tottenham þrjú dýrmæt stig í dag þegar liðið vann 3-2 sigur á Aston Villa í Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 16. febrúar 2020 15:45 Loksins kom sigur hjá Arsenal Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Newcastle United í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. 16. febrúar 2020 18:30 Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, segir að mögulegt bann Manchester City frá Meistaradeild Evrópu muni ekki hafa áhrif á hugarfar Tottenham liðsins. Þetta kom fram á Sky Sports fyrr í dag. Tottenham vann Aston Villa á útivelli í gær þökk sé sigurmarki Son Heung-Min í uppbótartíma leiksins. Mourinho sagði eftir leik að hvað sem gerist hjá Manchester City þá verði Tottenham að halda áfram baráttunni um 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sem gefur sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Standi bannið, og City endar í efstu fjórum sætum deildarinnar, þá mun 5. sætið gefa þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu en Tottenham er sem stendur í 5. sæti deildarinnar. Aðspurður út í mögulegt bann City þá gantaðist Mourinho með það að hann væri helst til í að sjá það hafa áhrif á stigafjölda Manchester City á leiktíðinni 2017/2018. En það sama tímabil endaði Manchester United, undir stjórn Mourinho, í 2. sæti deildarinnar.„Ég er ekki að hugsa um 4. eða 5. sætið. Ég er að einbeita mér að því að ná því besta út úr mínu liði, ná í eins mörg stig og við getum til að enda í sem bestri stöðu,“ sagði Mourinho um málið. „Þegar tímabilinu lýkur þá sjáum við hvar við erum, kannski endum við í 6. eða 7. sæti og þá skiptir engu máli ef 5. sætið gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Þangað til endanlega hefur verið dæmt í málinu þá eiga Manchester City að fá að njóta vafans,“ sagði Mourinho að lokum en félagið hefur áfrýjað ákvörðun UEFA.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30 Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30 Son sendi Tottenham upp í 5. sæti í blálokin Son Heung-min tryggði Tottenham þrjú dýrmæt stig í dag þegar liðið vann 3-2 sigur á Aston Villa í Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 16. febrúar 2020 15:45 Loksins kom sigur hjá Arsenal Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Newcastle United í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. 16. febrúar 2020 18:30 Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30
Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30
Son sendi Tottenham upp í 5. sæti í blálokin Son Heung-min tryggði Tottenham þrjú dýrmæt stig í dag þegar liðið vann 3-2 sigur á Aston Villa í Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 16. febrúar 2020 15:45
Loksins kom sigur hjá Arsenal Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Newcastle United í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. 16. febrúar 2020 18:30
Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37