Enski boltinn

Mourinho segir að mögulegt bann Man City hafi engin áhrif á Tottenham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mourinho í leik Tottenham og Aston Villa í gær.
Mourinho í leik Tottenham og Aston Villa í gær. Vísir/Getty

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, segir að mögulegt bann Manchester City frá Meistaradeild Evrópu muni ekki hafa áhrif á hugarfar Tottenham liðsins. Þetta kom fram á Sky Sports fyrr í dag.

Tottenham vann Aston Villa á útivelli í gær þökk sé sigurmarki Son Heung-Min í uppbótartíma leiksins. Mourinho sagði eftir leik að hvað sem gerist hjá Manchester City þá verði Tottenham að halda áfram baráttunni um 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sem gefur sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Standi bannið, og City endar í efstu fjórum sætum deildarinnar, þá mun 5. sætið gefa þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu en Tottenham er sem stendur í 5. sæti deildarinnar.

Aðspurður út í mögulegt bann City þá gantaðist Mourinho með það að hann væri helst til í að sjá það hafa áhrif á stigafjölda Manchester City á leiktíðinni 2017/2018. En það sama tímabil endaði Manchester United, undir stjórn Mourinho, í 2. sæti deildarinnar.

„Ég er ekki að hugsa um 4. eða 5. sætið. Ég er að einbeita mér að því að ná því besta út úr mínu liði, ná í eins mörg stig og við getum til að enda í sem bestri stöðu,“ sagði Mourinho um málið.

„Þegar tímabilinu lýkur þá sjáum við hvar við erum, kannski endum við í 6. eða 7. sæti og þá skiptir engu máli ef 5. sætið gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Þangað til endanlega hefur verið dæmt í málinu þá eiga Manchester City að fá að njóta vafans,“ sagði Mourinho að lokum en félagið hefur áfrýjað ákvörðun UEFA.


Tengdar fréttir

Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund

Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir.

Loksins kom sigur hjá Arsenal

Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Newcastle United í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.