Son sendi Tottenham upp í 5. sæti í blálokin

Son Heung-min skoraði tvö fyrir Tottenham gegn Villa.
Son Heung-min skoraði tvö fyrir Tottenham gegn Villa. vísir/getty

Son Heung-min tryggði Tottenham þrjú dýrmæt stig í dag þegar liðið vann 3-2 sigur á Aston Villa í Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.Son skoraði sigurmarkið seint í uppbótartíma eftir skelfileg mistök Björn Engels sem missti boltann framhjá sér og hleypti Son einum í gegn. Son skoraði tvö mörk í leiknum og Toby Alderweireld eitt en hann kom Villa yfir í upphafi leiks með sjálfsmarki. Engels skoraði seinna mark Villa þegar hann jafnaði metin snemma í seinni hálfleik.Tottenham komst með sigrinum upp í 5. sæti og er með 40 stig, stigi minna en Chelsea. Villa er stigi frá fallsæti.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.