Erlent

Flogið með banda­ríska far­þega Diamond Princess frá Japan

Atli Ísleifsson skrifar
Skipið hefur legið við bryggju í Yokohama eftir að upp komst að farþegi, sem hafði farið frá borði í Hong Kong, væri sýktur af veirunni.
Skipið hefur legið við bryggju í Yokohama eftir að upp komst að farþegi, sem hafði farið frá borði í Hong Kong, væri sýktur af veirunni. Getty

Tvær flugvélar með bandaríska ferðamenn innanborðs hófu sig til flugs frá flugvellinum í Tókýó í nótt en fólkið hafði verið í sóttkví í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess frá því í byrjun þessa mánaðar, vegna ótta um kórónuveirusmit.

Um fjögur hundruð Bandaríkjamenn voru um borð í skipinu en alls hafa 355 af 3700 farþegum skipsins smitast.

Skipið hefur legið við bryggju í Yokohama eftir að upp komst að farþegi, sem hafði farið frá borði í Hong Kong, væri sýktur af veirunni.

Í hópi Bandaríkjamannanna eru að minnsta kosti fjörutíu smitaðir og urðu þeir eftir í Japan til meðferðar. Fólkið sem flutt var til Bandaríkjanna þarf nú að undirgangast fjórtán daga sóttkví.

Önnur ríki á borð við Ísrael, Hong Kong og Kanada eru einnig að vinna að því að flytja sitt fólk af skipinu til síns heima.

Alls hafa 71 þúsund manns smitast af COVID19-veirunni frá því að hún greindist fyrst, langflestir í Kína. Hafa um 1.770 manns látist af völdum veirunnar.


Tengdar fréttir

Fengu loks að yfir­gefa skipið eftir fjóra daga

Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.