Erlent

Flogið með banda­ríska far­þega Diamond Princess frá Japan

Atli Ísleifsson skrifar
Skipið hefur legið við bryggju í Yokohama eftir að upp komst að farþegi, sem hafði farið frá borði í Hong Kong, væri sýktur af veirunni.
Skipið hefur legið við bryggju í Yokohama eftir að upp komst að farþegi, sem hafði farið frá borði í Hong Kong, væri sýktur af veirunni. Getty

Tvær flugvélar með bandaríska ferðamenn innanborðs hófu sig til flugs frá flugvellinum í Tókýó í nótt en fólkið hafði verið í sóttkví í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess frá því í byrjun þessa mánaðar, vegna ótta um kórónuveirusmit.

Um fjögur hundruð Bandaríkjamenn voru um borð í skipinu en alls hafa 355 af 3700 farþegum skipsins smitast.

Skipið hefur legið við bryggju í Yokohama eftir að upp komst að farþegi, sem hafði farið frá borði í Hong Kong, væri sýktur af veirunni.

Í hópi Bandaríkjamannanna eru að minnsta kosti fjörutíu smitaðir og urðu þeir eftir í Japan til meðferðar. Fólkið sem flutt var til Bandaríkjanna þarf nú að undirgangast fjórtán daga sóttkví.

Önnur ríki á borð við Ísrael, Hong Kong og Kanada eru einnig að vinna að því að flytja sitt fólk af skipinu til síns heima.

Alls hafa 71 þúsund manns smitast af COVID19-veirunni frá því að hún greindist fyrst, langflestir í Kína. Hafa um 1.770 manns látist af völdum veirunnar.


Tengdar fréttir

Fengu loks að yfir­gefa skipið eftir fjóra daga

Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.