Enski boltinn

Einn virtasti blaða­maður Eng­lands: „Þetta er ekki fót­bolti lengur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vítaspyrnan dæmd í gær.
Vítaspyrnan dæmd í gær. vísir/getty

VARsjáin í enska boltanum var enn eina ferðina til umræðu eftir leiki gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester City heimsótti Tottenham í stórleik  helgarinnar og lauk leiknum með 2-0 sigri Tottenham með mörkum Steven Bergwijn og Son Heung-min.

VAR lét á sér kræla í fyrri hálfleik í fyrri hálfleik þegar Man. City fékk vítaspyrnu. Brotið var skoðað í VARsjánni og Mike Dean, dómari leiksins, endaði með að dæma vítaspyrnu.





Vítaspyrnan var varin og Raheem Sterling náði frákastinu og féll í teignum en þá var ekkert dæmt.

Henry Winter er blaðamaður og ritstjóri The Times og hann tjáði sig um VAR eins og margir aðrir í gær.

„Þetta er ekki fótbolti lengur. VAR á rétt á að fara til baka og skoða brot Aurier á Aguero en afhverju tekur þetta svona langan tíma? Klárlega eitthvað með þessu sjónarhorni,“ sagði Henry.

„Vítaspyrna Gundogan var varið. Lloris keppir við Sterling um lausa boltann. Lítur út eins og vítaspyrna. VAR dæmir ekkert víti. VAR er að eitra andrúmsloftið,“ bætti Henry við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×