Kom fyrst út úr klefanum 45 mínútum eftir leik: „Hvernig get ég gagnrýnt þá eftir svona frammistöðu?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 3. febrúar 2020 08:00 Guardiola íbygginn á svip. vísir/getty Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ekki að drífa sig út úr búningsklefanum eftir 2-0 tapið gegn Tottenham í Lundúnum í gær. Leikmenn Manchester City réðu ferðinni í leiknum en tókst ekki að skora úr fjölmörgum tækifærum. Þeir klúðruðu meðal annars vítaspyrnu og fleiri dauðafærum áður en Tottenham komst yfir. Stuart Brennan, blaðamaður Manchester Evening News, greindi frá því eftir leikinn að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hafi ekki komið út úr klefa City fyrr en 45 mínútum eftir leikinn. Stjórar eru skyldugir til þess að tala við blaðamenn sem fyrst eftir leik og segir Bennan að Guardiola gæti fengið sekt fyrir atvikið. Pep has finally emerged from dressing room - around 45 minutes after final whistle, so he may face a Premier League fine. #MCFC— Stuart Brennan (@StuBrennanMEN) February 2, 2020 Guardiola var hins vegar alls ekki svekktur með frammistöðuna og virðist ekki hafa verið reiður við sína menn eftir leik. Hann var stoltur af sínum mönnum og skildi ekki hvernig þeir töpuðu þessum leik. „Við töpuðum leiknum. Við spiluðum vel og töpuðum leiknum. Þetta gerðist aftur. Þeir fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk og þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Spánverjinn við Sky Sports. „Ég hef ekki svo mikið að segja um frammistöðuna en þetta snýst um hversu mörg mörk þú skorar og hversu fá mörk þú færð á þig.“ Þegar hann var spurður út í veru sína í búningsklefanum svo lengi eftir leikinn var honum ekki skemmt. „Aldrei. Með þessari frammistöðu? Hvernig ætti ég að vera ósáttur eftir þessa frammistöðu? Ég var að tala við þjálfarateymið mitt, konuna mína og nokkra leikmenn.“ „Eftir þessa frammistöðu væru mikil mistök að skamma þá fyrir frammistöðuna.“ City er 22 stigum á eftir Liverpool er 25 leikir eru búnir af deildinni. "Never. With this performance? How should I criticise my players after this performance?" Pep Guardiola says he can't be critical of his side after a performance like that, despite the loss. Match report and highlights: https://t.co/ydp7DuVjrWpic.twitter.com/qGuA2sLZTz— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 2, 2020 Enski boltinn Tengdar fréttir Draumabyrjun Bergwijn er Mourinho hafði betur gegn Guardiola Tottenham gerði sér lítið fyrir og skellti Manchester City, 2-0, er liðin mættust í síðasta leik helgarinnar í enska boltanum. 2. febrúar 2020 18:15 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ekki að drífa sig út úr búningsklefanum eftir 2-0 tapið gegn Tottenham í Lundúnum í gær. Leikmenn Manchester City réðu ferðinni í leiknum en tókst ekki að skora úr fjölmörgum tækifærum. Þeir klúðruðu meðal annars vítaspyrnu og fleiri dauðafærum áður en Tottenham komst yfir. Stuart Brennan, blaðamaður Manchester Evening News, greindi frá því eftir leikinn að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hafi ekki komið út úr klefa City fyrr en 45 mínútum eftir leikinn. Stjórar eru skyldugir til þess að tala við blaðamenn sem fyrst eftir leik og segir Bennan að Guardiola gæti fengið sekt fyrir atvikið. Pep has finally emerged from dressing room - around 45 minutes after final whistle, so he may face a Premier League fine. #MCFC— Stuart Brennan (@StuBrennanMEN) February 2, 2020 Guardiola var hins vegar alls ekki svekktur með frammistöðuna og virðist ekki hafa verið reiður við sína menn eftir leik. Hann var stoltur af sínum mönnum og skildi ekki hvernig þeir töpuðu þessum leik. „Við töpuðum leiknum. Við spiluðum vel og töpuðum leiknum. Þetta gerðist aftur. Þeir fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk og þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Spánverjinn við Sky Sports. „Ég hef ekki svo mikið að segja um frammistöðuna en þetta snýst um hversu mörg mörk þú skorar og hversu fá mörk þú færð á þig.“ Þegar hann var spurður út í veru sína í búningsklefanum svo lengi eftir leikinn var honum ekki skemmt. „Aldrei. Með þessari frammistöðu? Hvernig ætti ég að vera ósáttur eftir þessa frammistöðu? Ég var að tala við þjálfarateymið mitt, konuna mína og nokkra leikmenn.“ „Eftir þessa frammistöðu væru mikil mistök að skamma þá fyrir frammistöðuna.“ City er 22 stigum á eftir Liverpool er 25 leikir eru búnir af deildinni. "Never. With this performance? How should I criticise my players after this performance?" Pep Guardiola says he can't be critical of his side after a performance like that, despite the loss. Match report and highlights: https://t.co/ydp7DuVjrWpic.twitter.com/qGuA2sLZTz— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 2, 2020
Enski boltinn Tengdar fréttir Draumabyrjun Bergwijn er Mourinho hafði betur gegn Guardiola Tottenham gerði sér lítið fyrir og skellti Manchester City, 2-0, er liðin mættust í síðasta leik helgarinnar í enska boltanum. 2. febrúar 2020 18:15 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira
Draumabyrjun Bergwijn er Mourinho hafði betur gegn Guardiola Tottenham gerði sér lítið fyrir og skellti Manchester City, 2-0, er liðin mættust í síðasta leik helgarinnar í enska boltanum. 2. febrúar 2020 18:15