Erlent

Kína sakar Banda­ríkin um að ala á ótta

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kórónaveiran hefur dreifst hratt út.
Kórónaveiran hefur dreifst hratt út. EPA/TANNEN MAURY

Kínversk yfirvöld saka Bandaríkin um að valda ofsahræðslu vegna viðbragða bandarískra yfirvalda við kórónaveirunni. Bandaríkin lýstu yfir neyðarástandi í heilbrigðismálum vegna veirunnar á föstudaginn var og hefur öllum erlendum farþegum sem hafa heimsótt Kína síðastliðnar tvær vikur verið neitað inngöngu í landið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Meira en 17 þúsund tilfelli af kórónaveirunni hafa verið staðfest í Kína og hafa 361 látist af völdum hennar. Utan landamæra Kína hafa meira en 150 verið greindir með veiruna og einn lést af völdum hennar á Filippseyjum.


Tengdar fréttir

Yfir 17 þúsund tilfelli Wuhan-veiru staðfest

Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×