Íslenski boltinn

KR unnið þrjá titla á Hlíðarenda undir stjórn Rúnars

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KR-ingar fagna eftir að þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Valsmönnum síðasta haust.
KR-ingar fagna eftir að þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Valsmönnum síðasta haust. vísir/bára

KR vann í gær sinn þriðja titil undir stjórn Rúnars Kristinssonar á heimavelli erkifjendanna í Val.Í gær sigraði KR Val, 2-0, á Hlíðarenda í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins. Kristján Flóki Finnbogason og Ægir Jarl Jónasson skoruðu mörk KR-inga sem urðu þarna Reykjavíkurmeistarar annað árið í röð og í 39. sinn alls.KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á Origo-vellinum síðasta haust með 0-1 sigri á Val. Pálmi Rafn Pálmason skoraði eina mark leiksins á sínum gamla heimavelli.KR vann einnig Íslandsmeistaratitilinn 2013 undir stjórn Rúnars á Hlíðarenda. KR-ingar unnu þá 1-2 sigur á Valsmönnum. Gary Martin skoraði bæði mörk KR.Alls hefur KR unnið tólf titla undir stjórn Rúnars, þar af þrjá á Hlíðarenda.

Titlar KR undir stjórn Rúnars Kristinssonar

3x Íslandsmeistarar (2011, 2013, 2019)

3x Bikarmeistarar (2011, 2012, 2014)

2x Lengjubikarmeistarar (2012, 2019)

2x Reykjavíkurmeistarar (2019, 2020)

2x Meistarar meistaranna (2012, 2014)

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Fyrsti úrslitaleikur KR og Vals í níu ár

KR og Valur mætast í kvöld í úrslitaleik Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla en leikurinn fer fram á Origovellinum á Hlíðarenda og hefst klukkan 19.00.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.