Íslenski boltinn

Sportpakkinn: Tvö mörk, rautt spjald og víti í súginn þegar KR varð Reykjavíkurmeistari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KR-ingar hafa orðið Reykjavíkurmeistari tvö ár í röð.
KR-ingar hafa orðið Reykjavíkurmeistari tvö ár í röð. vísir/daníel

KR varð í gær Reykjavíkurmeistari í 39. sinn eftir sigur á Val í úrslitaleik á Hlíðarenda, 2-0. Arnar Björnsson fór yfir leikinn.

Íslandsmeistarar KR komust yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar Kristján Flóki Finnbogason skallaði fyrirgjöf Kennies Chopart í netið.

Á 62. mínútu fékk Valsmaðurinn Sigurður Egill Lárusson sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Sex mínútum síðar skoraði Ægir Jarl Jónasson annað mark KR-inga með skalla eftir að boltinn barst til hans í kjölfar hornspyrnu.

Í uppbótartíma fékk Valur vítaspyrnu eftir að Guðjón Orri Sigurjónsson braut á Andra Adolphssyni. Kristinn Freyr Sigurðsson tók spyrnuna en Guðjón greip boltann.

KR og Valur mætast í upphafsleik Pepsi Max-deildar karla 22. apríl.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: KR-ingar Reykjavíkurmeistarar

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×