Íslenski boltinn

Tvö skalla­mörk tryggðu KR sigur á Val og sigur í Reykja­víkur­mótinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ægir Jarl Jónasson og Kristján Flóki Finnbogason skoruðu báðir í dag.
Ægir Jarl Jónasson og Kristján Flóki Finnbogason skoruðu báðir í dag. vísir/bára

KR er Reykjavíkurmeistari annað árið í röð eftir 2-0 sigur á erkifjendum sínum í Val í úrslitaleiknum í kvöld.Liðin mættust á Origo-vellinum í kvöld og Kristján Flóki Finnbogason kom KR yfir á síðustu mínútu fyrri hálfleiks með skallamarki.Ekki skánaði ástandið fyrir Valsmenn er Sigurður Egill Lárusson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 62. mínútu.Sex mínútum síðar gerðu KR-ingar svo út um leikinn er Ægir Jarl Jónasson skoraði einnig með skalla.Valsmenn gátu minnkað muninn úr vítaspyrnu í uppbótartíma en Guðjón Orri Sigurjónsson varði spyrnu Kristins Freys Sigurðssonar.Þetta er í 39. sinn sem KR stendur uppi sem sigurvegari í Reykjavíkurmótinu.Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá Fótbolti.net.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.