Íslenski boltinn

Tvö skalla­mörk tryggðu KR sigur á Val og sigur í Reykja­víkur­mótinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ægir Jarl Jónasson og Kristján Flóki Finnbogason skoruðu báðir í dag.
Ægir Jarl Jónasson og Kristján Flóki Finnbogason skoruðu báðir í dag. vísir/bára

KR er Reykjavíkurmeistari annað árið í röð eftir 2-0 sigur á erkifjendum sínum í Val í úrslitaleiknum í kvöld.

Liðin mættust á Origo-vellinum í kvöld og Kristján Flóki Finnbogason kom KR yfir á síðustu mínútu fyrri hálfleiks með skallamarki.

Ekki skánaði ástandið fyrir Valsmenn er Sigurður Egill Lárusson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 62. mínútu.

Sex mínútum síðar gerðu KR-ingar svo út um leikinn er Ægir Jarl Jónasson skoraði einnig með skalla.

Valsmenn gátu minnkað muninn úr vítaspyrnu í uppbótartíma en Guðjón Orri Sigurjónsson varði spyrnu Kristins Freys Sigurðssonar.

Þetta er í 39. sinn sem KR stendur uppi sem sigurvegari í Reykjavíkurmótinu.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá Fótbolti.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.