Íslenski boltinn

KA menn nota snjóblásara á heimavöllinn sinn þegar tæpir þrír mánuðir eru í fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson og snjótækin á fullu á Akureyrarvellinum í dag.
KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson og snjótækin á fullu á Akureyrarvellinum í dag. Samsett mynd/Twutter & Vísir/Bára

Það er nóg af snjó á Akureyri og Akureyrarvöllur hefur fengið að kynnast því á síðustu vikum og mánuðum.

KA menn spila heimavelli sína í Pepsi Max deild karla í fótbolta á Akureyrarvelli (Greifavelli) og það er farið að styttast í Íslandsmótið.

KA-menn birtu myndband á Twitter síðu sinni í dag þar sem sjá má tvo snjóblásara vera að losa snjó af vellinum.

Þar má sjá að það var komið mjög þykkt snjólag á völlinn.

Fyrsti heimaleikur KA-liðsins í Pepsi Max deildinni er á móti Víkingi og hefur hann verið settur á sunnudaginn 3. maí.

Það eru því aðeins 89 dagar í fyrsta leik og kannski eins gott að hann er ekki fyrr en í 2. umferð. Fyrsta umferð Pepsi Max deildarinnar fer nefnilega fram í aprílmánuði.

Hér fyrir neðan má sjá KA-menn hreinsa snjó af heimavelli sínum í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.