Enski boltinn

Erik­sen segist hafa verið svarti sauðurinn hjá Totten­ham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eriksen á æfingu Inter.
Eriksen á æfingu Inter. vísir/getty

Christian Eriksen, miðjumaður Inter og fyrrum leikmaður Tottenham, var í ansi hreinskilnu viðtali sem birtist á BBC í gærkvöldi.

Daninn gekk í raðir Inter undir lok félagaskiptagluggans í janúar en þar með lauk sex og hálfs árs ferli hann með Tottenham.

Eftir tap Tottenham gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra sagðist Eriksen vilja prufa eitthvað nýtt. Hann segir að það hafi verið tekið illa í það viðtal.

„Ef þú ert með stuttan samning þá ertu svarti sauðurinn. Ég var hreinskilinn því mér fannst ég þurfa þess. Ég vildi ekki fela þetta eins og margir aðrir leikmenn gera,“ sagði Eriksen við BBC.







„Allir eru mismunandi. Ég var hreinskilinn og vildi segja þetta upphátt. Mér var kennt um fullt af hlutum, fyrir að vera slæmi gaurinn.“

„Ég las að ég var slæmi náunginn í búningsherberginu frá því að ég sagði að ég vildi fara og það væri ekkert gott við það að ég væri þarna.“

Eriksen byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Inter um helgina en var tekinn af velli eftir klukkutíma leik. Antonio Conte, stjóri Inter, sagði eftir leikinn að hann væri enn að komast inn í leikskipulagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×