Kenna Ísraelum um að farþegaþota hafi næstum verið skotin niður Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2020 09:22 Ísraelar hafa lengi gert fjölmargar árásir í Sýrlandi sem beinast gegn Írönum þar en í flestum tilfellum tjá þeir sig ekki um árásirnar. EPA/ABIR SULTAN Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir stjórnarher Bashar al-Assad næstum því hafa skotið niður farþegaþotu með 172 farþega innanborðs í gær. Flugstjórar hafi neyðst til að lenda flugvélinni á herflugvelli Rússa í Sýrlandi. Ástæða þessa er, samkvæmt Rússum, að á sama tíma voru Ísraelar að gera loftárásir í Sýrlandi og saka Rússar Ísraela um að hafa skýlt sér bakvið farþegaþotuna. Samkvæmt ásökunum Rússa var verið að lenda flugvélinni í Damascus þegar árásir Ísraela hófust. Það sé einungis góðum viðbrögðum flugumferðarstjóra að þakka að ekki hafi illa farið. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði einnig að flugmenn Ísrael nýti sér reglulega farþegaþotur þegar skotið væri á þá og skýli sér á bakvið þær. Talsmaðurinn hélt því einnig fram að stjórnarher Sýrlands hafi stöðvað árásir Ísrael. Ísraelar hafa lengi gert fjölmargar árásir í Sýrlandi sem beinast gegn Írönum þar en í flestum tilfellum tjá þeir sig ekki um árásirnar. Mörgum þeirra árása er ætlað að sporna gegn vopnasendingum til Hezbollah, sem Íranar styðja. Þá hafa þeir varað Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að skjóta á orrustuþotur Ísrael. Þá er vert að benda á að árið 2018 skutu hermenn stjórnarhersins rússneska njósnaflugvél niður fyrir mistök, þegar Ísraelar voru að gera loftárásir í Sýrlandi. Fimmtán áhafnarmeðlimir rússnesku flugvélarinnar dóu. Ísraelar neituðu alfarið sök þá. Sjá einnig: Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Þá drógu sérfræðingar verulega í efa að flugmenn Ísrael gætu á einhvern hátt skýlt sér á bakvið aðrar flugvélar og þá sérstaklega svo hægfara flugvélar. Syrian Observatory For Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir minnst 23 hafa fallið í árásum Ísrael í gær. Þá hafi árásir verið gerðar á þrjú skotmörk. Ríkisstjórn Assad segir þó að loftárásirnar hafi verið stöðvaðar og allar eldflaugarnar hafi verið skotnar niður. Ísrael Rússland Sýrland Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir stjórnarher Bashar al-Assad næstum því hafa skotið niður farþegaþotu með 172 farþega innanborðs í gær. Flugstjórar hafi neyðst til að lenda flugvélinni á herflugvelli Rússa í Sýrlandi. Ástæða þessa er, samkvæmt Rússum, að á sama tíma voru Ísraelar að gera loftárásir í Sýrlandi og saka Rússar Ísraela um að hafa skýlt sér bakvið farþegaþotuna. Samkvæmt ásökunum Rússa var verið að lenda flugvélinni í Damascus þegar árásir Ísraela hófust. Það sé einungis góðum viðbrögðum flugumferðarstjóra að þakka að ekki hafi illa farið. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði einnig að flugmenn Ísrael nýti sér reglulega farþegaþotur þegar skotið væri á þá og skýli sér á bakvið þær. Talsmaðurinn hélt því einnig fram að stjórnarher Sýrlands hafi stöðvað árásir Ísrael. Ísraelar hafa lengi gert fjölmargar árásir í Sýrlandi sem beinast gegn Írönum þar en í flestum tilfellum tjá þeir sig ekki um árásirnar. Mörgum þeirra árása er ætlað að sporna gegn vopnasendingum til Hezbollah, sem Íranar styðja. Þá hafa þeir varað Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að skjóta á orrustuþotur Ísrael. Þá er vert að benda á að árið 2018 skutu hermenn stjórnarhersins rússneska njósnaflugvél niður fyrir mistök, þegar Ísraelar voru að gera loftárásir í Sýrlandi. Fimmtán áhafnarmeðlimir rússnesku flugvélarinnar dóu. Ísraelar neituðu alfarið sök þá. Sjá einnig: Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Þá drógu sérfræðingar verulega í efa að flugmenn Ísrael gætu á einhvern hátt skýlt sér á bakvið aðrar flugvélar og þá sérstaklega svo hægfara flugvélar. Syrian Observatory For Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir minnst 23 hafa fallið í árásum Ísrael í gær. Þá hafi árásir verið gerðar á þrjú skotmörk. Ríkisstjórn Assad segir þó að loftárásirnar hafi verið stöðvaðar og allar eldflaugarnar hafi verið skotnar niður.
Ísrael Rússland Sýrland Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira