Kenna Ísraelum um að farþegaþota hafi næstum verið skotin niður Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2020 09:22 Ísraelar hafa lengi gert fjölmargar árásir í Sýrlandi sem beinast gegn Írönum þar en í flestum tilfellum tjá þeir sig ekki um árásirnar. EPA/ABIR SULTAN Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir stjórnarher Bashar al-Assad næstum því hafa skotið niður farþegaþotu með 172 farþega innanborðs í gær. Flugstjórar hafi neyðst til að lenda flugvélinni á herflugvelli Rússa í Sýrlandi. Ástæða þessa er, samkvæmt Rússum, að á sama tíma voru Ísraelar að gera loftárásir í Sýrlandi og saka Rússar Ísraela um að hafa skýlt sér bakvið farþegaþotuna. Samkvæmt ásökunum Rússa var verið að lenda flugvélinni í Damascus þegar árásir Ísraela hófust. Það sé einungis góðum viðbrögðum flugumferðarstjóra að þakka að ekki hafi illa farið. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði einnig að flugmenn Ísrael nýti sér reglulega farþegaþotur þegar skotið væri á þá og skýli sér á bakvið þær. Talsmaðurinn hélt því einnig fram að stjórnarher Sýrlands hafi stöðvað árásir Ísrael. Ísraelar hafa lengi gert fjölmargar árásir í Sýrlandi sem beinast gegn Írönum þar en í flestum tilfellum tjá þeir sig ekki um árásirnar. Mörgum þeirra árása er ætlað að sporna gegn vopnasendingum til Hezbollah, sem Íranar styðja. Þá hafa þeir varað Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að skjóta á orrustuþotur Ísrael. Þá er vert að benda á að árið 2018 skutu hermenn stjórnarhersins rússneska njósnaflugvél niður fyrir mistök, þegar Ísraelar voru að gera loftárásir í Sýrlandi. Fimmtán áhafnarmeðlimir rússnesku flugvélarinnar dóu. Ísraelar neituðu alfarið sök þá. Sjá einnig: Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Þá drógu sérfræðingar verulega í efa að flugmenn Ísrael gætu á einhvern hátt skýlt sér á bakvið aðrar flugvélar og þá sérstaklega svo hægfara flugvélar. Syrian Observatory For Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir minnst 23 hafa fallið í árásum Ísrael í gær. Þá hafi árásir verið gerðar á þrjú skotmörk. Ríkisstjórn Assad segir þó að loftárásirnar hafi verið stöðvaðar og allar eldflaugarnar hafi verið skotnar niður. Ísrael Rússland Sýrland Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir stjórnarher Bashar al-Assad næstum því hafa skotið niður farþegaþotu með 172 farþega innanborðs í gær. Flugstjórar hafi neyðst til að lenda flugvélinni á herflugvelli Rússa í Sýrlandi. Ástæða þessa er, samkvæmt Rússum, að á sama tíma voru Ísraelar að gera loftárásir í Sýrlandi og saka Rússar Ísraela um að hafa skýlt sér bakvið farþegaþotuna. Samkvæmt ásökunum Rússa var verið að lenda flugvélinni í Damascus þegar árásir Ísraela hófust. Það sé einungis góðum viðbrögðum flugumferðarstjóra að þakka að ekki hafi illa farið. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði einnig að flugmenn Ísrael nýti sér reglulega farþegaþotur þegar skotið væri á þá og skýli sér á bakvið þær. Talsmaðurinn hélt því einnig fram að stjórnarher Sýrlands hafi stöðvað árásir Ísrael. Ísraelar hafa lengi gert fjölmargar árásir í Sýrlandi sem beinast gegn Írönum þar en í flestum tilfellum tjá þeir sig ekki um árásirnar. Mörgum þeirra árása er ætlað að sporna gegn vopnasendingum til Hezbollah, sem Íranar styðja. Þá hafa þeir varað Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að skjóta á orrustuþotur Ísrael. Þá er vert að benda á að árið 2018 skutu hermenn stjórnarhersins rússneska njósnaflugvél niður fyrir mistök, þegar Ísraelar voru að gera loftárásir í Sýrlandi. Fimmtán áhafnarmeðlimir rússnesku flugvélarinnar dóu. Ísraelar neituðu alfarið sök þá. Sjá einnig: Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Þá drógu sérfræðingar verulega í efa að flugmenn Ísrael gætu á einhvern hátt skýlt sér á bakvið aðrar flugvélar og þá sérstaklega svo hægfara flugvélar. Syrian Observatory For Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir minnst 23 hafa fallið í árásum Ísrael í gær. Þá hafi árásir verið gerðar á þrjú skotmörk. Ríkisstjórn Assad segir þó að loftárásirnar hafi verið stöðvaðar og allar eldflaugarnar hafi verið skotnar niður.
Ísrael Rússland Sýrland Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Sjá meira