Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2018 14:11 Her Ísrael segir herþotur þeirra þegar hafa verið komnar aftur til Ísrael þegar rússneska þotan var skotin niður. Vísir/EPA Yfirvöld Ísrael segja stjórnarher Bashar al-Assad um að kenna að rússnesk herflugvél hafi verið skotin niður í gærkvöldi. Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar vélin var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi. Ísraelar gerðu loftárásir í Sýrlandi og sýrlenskir hermenn skutu rússnesku flugvélina niður fyrir slysni. Ísraelar segja stjórnarhernum alfarið um að kenna en hins vegar lýsa þeir yfir sorg vegna atviksins. Rússar hafa sakað Ísrael um að hafa valdið dauðum mannanna en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að atvikið hefði verið sorgleg niðurstaða tilviljana.Samkvæmt Ísraelsmönnum virðist sem að Assad-liðar hafi skotið flugskeytum án þess að skeyta nokkuð um hvern þeir væru að skjóta á. Mjög sjaldgæft er að her Ísrael tjái sig um árásir í Sýrlandi.Herinn sagði að árásirnar í gær hefðu verið gegn herstöð stjórnarhers Assad, þar sem Íran sé að útvega Hezbollah hryðjuverkasamtökunum búnað til að framleiða vopn. Ísraelar óttast aukin umsvif Íran í Sýrlandi og vopnaflutninga til Hezbollah. Þá sagði herinn ekki rétt að ísraelskir flugmenn hefðu notað rússnesku flugvélina sem skjól frá loftvörnum Sýrlendinga. Flugvélin hefði ekki verið nærri því svæði sem loftárásirnar hefðu verið gerðar á. Þar að auki hefðu herþoturnar sem notaðar voru til árásanna verið komnar aftur til Ísrael þegar flugvélin var skotin niður. Samkvæmt BBC ræddi Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, við Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísrael, í síma í dag og sagði að Rússar myndu bregðast við atvikinu. Það var þó áður en Pútín steig fram og virtist reyna að draga úr spennunni með því að segja að viðbrögð Rússa yrðu að tryggja öryggi hermanna sinna. Ísrael Mið-Austurlönd Rússland Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Sjá meira
Yfirvöld Ísrael segja stjórnarher Bashar al-Assad um að kenna að rússnesk herflugvél hafi verið skotin niður í gærkvöldi. Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar vélin var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi. Ísraelar gerðu loftárásir í Sýrlandi og sýrlenskir hermenn skutu rússnesku flugvélina niður fyrir slysni. Ísraelar segja stjórnarhernum alfarið um að kenna en hins vegar lýsa þeir yfir sorg vegna atviksins. Rússar hafa sakað Ísrael um að hafa valdið dauðum mannanna en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að atvikið hefði verið sorgleg niðurstaða tilviljana.Samkvæmt Ísraelsmönnum virðist sem að Assad-liðar hafi skotið flugskeytum án þess að skeyta nokkuð um hvern þeir væru að skjóta á. Mjög sjaldgæft er að her Ísrael tjái sig um árásir í Sýrlandi.Herinn sagði að árásirnar í gær hefðu verið gegn herstöð stjórnarhers Assad, þar sem Íran sé að útvega Hezbollah hryðjuverkasamtökunum búnað til að framleiða vopn. Ísraelar óttast aukin umsvif Íran í Sýrlandi og vopnaflutninga til Hezbollah. Þá sagði herinn ekki rétt að ísraelskir flugmenn hefðu notað rússnesku flugvélina sem skjól frá loftvörnum Sýrlendinga. Flugvélin hefði ekki verið nærri því svæði sem loftárásirnar hefðu verið gerðar á. Þar að auki hefðu herþoturnar sem notaðar voru til árásanna verið komnar aftur til Ísrael þegar flugvélin var skotin niður. Samkvæmt BBC ræddi Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, við Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísrael, í síma í dag og sagði að Rússar myndu bregðast við atvikinu. Það var þó áður en Pútín steig fram og virtist reyna að draga úr spennunni með því að segja að viðbrögð Rússa yrðu að tryggja öryggi hermanna sinna.
Ísrael Mið-Austurlönd Rússland Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Sjá meira
Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“