Gerðu umfangsmiklar árásir á Írana í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2019 11:57 Herinn segir einnig að þegar loftvarnir Sýrlands voru notaðar til að skjóta á orrustuþotur Ísrael hafi verið skotið á þær einnig. Þar hafi um sex skotmörk verið að ræða. EPA/ABIR SULTAN Her Ísraels segist hafa gert árásir á fjölda skotmarka í Sýrlandi í nótt. Þær hafi beinst gegn sveitum Írana sem hafi skotið eldflaugum að Ísrael í gær. Skotmörkin voru nærri Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og í Gólanhæðum. Eftirlitsaðilar segja minnst ellefu hafa látið lífið, þar af hafi sjö líklega verið frá Íran. Ísraelsher segist hafa skotið niður fjórar eldflaugar sem skotið hafi verið að Ísrael frá Sýrlandi í gær. Því hafi árásirnar verið gerðar í nótt og nú séu þeir undirbúnir fyrir frekari aðgerðir Írana í hefndarskyni.„Ég hef sagt að ef einhver skaði okkur, munum við skaða hann,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael í morgun. Skotmörkin sem um ræðir eru sögð tengjast Uppreisnarvörðum Íran og eitt skotmarkið var á alþjóðaflugvelli Damaskus en Ísraelar segja þá aðstöðu hafa verið notaða til að flytja vopn og annan búnað frá Íran til Sýrlands og annarra ríkja á svæðinu.Herinn segir einnig að þegar loftvarnir Sýrlands voru notaðar til að skjóta á orrustuþotur Ísrael hafi verið skotið á þær einnig. Þar hafi um sex skotmörk verið að ræða. Ísraelar hafa lengi gert fjölmargar árásir í Sýrlandi sem beinast gegn Írönum þar en í flestum tilfellum tjá þeir sig ekki um árásirnar. Mörgum þeirra árása er ætlað að sporna gegn vopnasendingum til Hezbollah, sem Íranar styðja. Þá hafa þeir varað Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að skjóta á orrustuþotur Ísrael.We hold the Syrian regime responsible for the actions that take place in Syrian territory and warn them against allowing further attacks against Israel. We will continue operating firmly and for as long as necessary against the Iranian entrenchment in Syria. — Israel Defense Forces (@IDF) November 20, 2019 Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir að minnst ellefu hafi fallið í árás Ísrael og sjö þeirra hafi verið erlendir. Yfirvöld Sýrlands segja hins vegar að tveir borgarar hafi fallið og að flestar eldflaugar Ísrael hafi verið skotnar niður. Nokkrir hafi særst í árásunum. „Skilaboð okkar til leiðtoga Íran eru einföld,“ sagði Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísrael. „Þið eruð ekki ónæmir lengur. Hvert sem þið sendið kolkrabba-arma ykkar, þá munum við höggva þá af.“ Hér má sjá myndband frá Damaskus í nótt sem sýnir loftvarnaeldflaug sem virðist falla til jarðar í borginni skömmu eftir skot. Times of Israel segir mögulegt að rekja megi mannfall meðal almennra borgara til þessa atviks. Ísrael Sýrland Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Her Ísraels segist hafa gert árásir á fjölda skotmarka í Sýrlandi í nótt. Þær hafi beinst gegn sveitum Írana sem hafi skotið eldflaugum að Ísrael í gær. Skotmörkin voru nærri Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og í Gólanhæðum. Eftirlitsaðilar segja minnst ellefu hafa látið lífið, þar af hafi sjö líklega verið frá Íran. Ísraelsher segist hafa skotið niður fjórar eldflaugar sem skotið hafi verið að Ísrael frá Sýrlandi í gær. Því hafi árásirnar verið gerðar í nótt og nú séu þeir undirbúnir fyrir frekari aðgerðir Írana í hefndarskyni.„Ég hef sagt að ef einhver skaði okkur, munum við skaða hann,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael í morgun. Skotmörkin sem um ræðir eru sögð tengjast Uppreisnarvörðum Íran og eitt skotmarkið var á alþjóðaflugvelli Damaskus en Ísraelar segja þá aðstöðu hafa verið notaða til að flytja vopn og annan búnað frá Íran til Sýrlands og annarra ríkja á svæðinu.Herinn segir einnig að þegar loftvarnir Sýrlands voru notaðar til að skjóta á orrustuþotur Ísrael hafi verið skotið á þær einnig. Þar hafi um sex skotmörk verið að ræða. Ísraelar hafa lengi gert fjölmargar árásir í Sýrlandi sem beinast gegn Írönum þar en í flestum tilfellum tjá þeir sig ekki um árásirnar. Mörgum þeirra árása er ætlað að sporna gegn vopnasendingum til Hezbollah, sem Íranar styðja. Þá hafa þeir varað Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að skjóta á orrustuþotur Ísrael.We hold the Syrian regime responsible for the actions that take place in Syrian territory and warn them against allowing further attacks against Israel. We will continue operating firmly and for as long as necessary against the Iranian entrenchment in Syria. — Israel Defense Forces (@IDF) November 20, 2019 Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir að minnst ellefu hafi fallið í árás Ísrael og sjö þeirra hafi verið erlendir. Yfirvöld Sýrlands segja hins vegar að tveir borgarar hafi fallið og að flestar eldflaugar Ísrael hafi verið skotnar niður. Nokkrir hafi særst í árásunum. „Skilaboð okkar til leiðtoga Íran eru einföld,“ sagði Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísrael. „Þið eruð ekki ónæmir lengur. Hvert sem þið sendið kolkrabba-arma ykkar, þá munum við höggva þá af.“ Hér má sjá myndband frá Damaskus í nótt sem sýnir loftvarnaeldflaug sem virðist falla til jarðar í borginni skömmu eftir skot. Times of Israel segir mögulegt að rekja megi mannfall meðal almennra borgara til þessa atviks.
Ísrael Sýrland Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira