Erlent

Breskur maður greindur með Wu­han-veiruna á Mallor­ca

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Vélin frá Wuhan lenti í Bretlandi í morgun.
Vélin frá Wuhan lenti í Bretlandi í morgun. epa/STR

Breskur maður hefur verið greindur með Wuhan-kórónaveiruna á Mallorca á Spáni. Hann og fjölskylda hans voru skoðuð af lækni á Mallorca á föstudag eftir að í ljós kom að fjölskyldan hafði verið í samskiptum við Breta í Frakklandi sem greindust með veiruna.

Þetta er annað staðfesta tilfellið af veirunni á Spáni og það fyrsta á Mallorca samkvæmt fréttastofu Sky.

Eiginkona mannsins og dætur þeirra voru einnig skoðaðar en þær eru ekki sýktar af veirunni.

Sjá einnig: Fimm Bretar smitast af Wuhan-veirunni í Frakklandi

Þá kom upp annað smit hjá Breta eftir að flugvél á leið frá Wuhan lenti á Bretlandi í morgun. Meira en 200 manns eru um borð, þar á meðal einstaklingar sem ekki eru breskir ríkisborgarar. Þá er hluti farþeganna starfsmenn breska ríkisins og læknar úr hernum.

Tveim breskum ríkisborgurum var meinaður aðgangur um borð eftir að þeir voru mældir með of háan hita, þrátt fyrir að síðari mælingar leiddu réttan líkamshita í ljós. Annar þeirra, Josh Skarratts, sagði í samtali við Sky: „Nú erum við strönduð í Wuhan og eftir að hafa misst af síðustu flugvélinni frá Wuhan getum við ekkert farið.“


Tengdar fréttir

Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar

Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×