Fimm Bretar smitast af Wuhan-veirunni í Frakklandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2020 16:28 Contamines-Montjoie er nærri Mont Blanc og Genf í Sviss. getty/Andia Fimm einstaklingar sem smitaðir eru af Wuhan-kórónaveirunni í Frakklandi, þar á meðal eitt barn, eru Bretar. Fimmmenningarnir smituðust af veirunni í fríi sínu í frönsku Ölpunum þar sem þeir héldu til á skíðahóteli. Smitið hefur verið rakið til annars Breta sem hafði ferðast til Singapore og svo til Frakklands þar sem hann hafði haldið til á skíðahótelinu í nokkra daga. Manneskjurnar fimm voru hluti af ellefu manna hópi sem var saman á skíðahótelinu og deildu þau tveimur íbúðum í Alpaþorpinu Contamines-Montjoie.Sjá einnig: Frakkar staðfesta fimm ný Wuhan-veiru smitYfirvöld hafa einnig gefið það út að þrír af þessum ellefu eru börn, þar á meðal það sem greint var með veiruna. Börnin höfðu varið einhverjum tíma í skólanum í þorpinu. Skólinn býður upp á frönskunámskeið og mun honum vera lokað tímabundið í næstu viku. Þetta segir Jean-Yves Grall, fulltrúi heilbrigðisyfirvalda á svæðinu. „Við hófum í gær rannsókn á ástandinu og reynum að finna út úr því hverjir gætu hafa smitast ,“ sagði Grall á blaðamannafundi og bætti því við að verið væri að skoða sérstaklega hverjir hefðu verið í nánum samskiptum við hópinn. Hann bætti því við að fimmmenningarnir sem voru greindir séu ekki þungt haldnir. Contamines-Montjoie er nærri Genf í Sviss og Mont Blanc. Bretland Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. 7. febrúar 2020 13:36 Konan á Kastrup reyndist ekki vera með Wuhan-veiruna Kínverska konan sem fór að finna fyrir flensueinkennum við lendingu á Kastrup-flugvelli í morgun reyndist ekki vera smituð af Wuhan-kórónaveirunni. 7. febrúar 2020 17:14 Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Fimm einstaklingar sem smitaðir eru af Wuhan-kórónaveirunni í Frakklandi, þar á meðal eitt barn, eru Bretar. Fimmmenningarnir smituðust af veirunni í fríi sínu í frönsku Ölpunum þar sem þeir héldu til á skíðahóteli. Smitið hefur verið rakið til annars Breta sem hafði ferðast til Singapore og svo til Frakklands þar sem hann hafði haldið til á skíðahótelinu í nokkra daga. Manneskjurnar fimm voru hluti af ellefu manna hópi sem var saman á skíðahótelinu og deildu þau tveimur íbúðum í Alpaþorpinu Contamines-Montjoie.Sjá einnig: Frakkar staðfesta fimm ný Wuhan-veiru smitYfirvöld hafa einnig gefið það út að þrír af þessum ellefu eru börn, þar á meðal það sem greint var með veiruna. Börnin höfðu varið einhverjum tíma í skólanum í þorpinu. Skólinn býður upp á frönskunámskeið og mun honum vera lokað tímabundið í næstu viku. Þetta segir Jean-Yves Grall, fulltrúi heilbrigðisyfirvalda á svæðinu. „Við hófum í gær rannsókn á ástandinu og reynum að finna út úr því hverjir gætu hafa smitast ,“ sagði Grall á blaðamannafundi og bætti því við að verið væri að skoða sérstaklega hverjir hefðu verið í nánum samskiptum við hópinn. Hann bætti því við að fimmmenningarnir sem voru greindir séu ekki þungt haldnir. Contamines-Montjoie er nærri Genf í Sviss og Mont Blanc.
Bretland Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. 7. febrúar 2020 13:36 Konan á Kastrup reyndist ekki vera með Wuhan-veiruna Kínverska konan sem fór að finna fyrir flensueinkennum við lendingu á Kastrup-flugvelli í morgun reyndist ekki vera smituð af Wuhan-kórónaveirunni. 7. febrúar 2020 17:14 Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. 7. febrúar 2020 13:36
Konan á Kastrup reyndist ekki vera með Wuhan-veiruna Kínverska konan sem fór að finna fyrir flensueinkennum við lendingu á Kastrup-flugvelli í morgun reyndist ekki vera smituð af Wuhan-kórónaveirunni. 7. febrúar 2020 17:14
Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01