Erlent

Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar

Andri Eysteinsson skrifar
Mikill viðbúnaður hefur verið víða um heim vegna kórónuveirunnar.
Mikill viðbúnaður hefur verið víða um heim vegna kórónuveirunnar. AP/Arek Rataj

Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví, eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong.

Ferðamönnum verður gert að einangra sig á hótelherbergjum sínum eða í þar til gerðum stofnunum ríkisins. Íbúar Hong Kong sem hafa verið í Kína munu þurfa að loka sig af á heimili sínu.

Verði einhverjir staðnir að því að virða ekki skipanir um sóttkví bíður þeirra sekt og fangelsisvist.

BBC greinir frá því að 34,546 tilvik hafi verið staðfest í Kína og 270 utan Kína. 724 hafa látist af völdum veirunnar, einn í Hong Kong og annar á Filippseyjum.

Því hafa 722 látist af völdum Wuhan-kórónaveirunnar í Kína þar á meðal sextugur bandarískur ríkisborgari sem var fyrsti maðurinn, sem ekki er kínverskur ríkisborgari, til þess að greinast með veiruna. Þá liggur grunur á að japanskur ríkisborgari hafi látist í Wuhan af völdum veirunnar, það hefur þó ekki verið staðfest.

Þá hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin birt tölfræði unna upp úr rannsóknum á 17.000 sjúklingum. Þar sést að í 82% tilfella reynast veikindin minniháttar, 15% teljast alvarlega veikir og 3% lífshættulega veikir.


Tengdar fréttir

Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur

Öryggissveitir og heilbrigðisstarfsfólk fer á milli húsa, leitar að sýktu fólki og flytur það í vöruskemmur sem notaðar eru sem einangrunarstöðvar og þar sem fólkið fær litla umönnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×