Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu lýsir yfir stuðningi við mótmælendur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2020 09:53 Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu. Skjáskot/YouTube Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Alexander Lúkasjenkó, þurfa að víkja úr embætti. Þannig er hluti stjórnar forsetans byrjuð að snúast gegn honum en búist er við að fleiri sendiherrar bætist í hópinn. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa haldið því fram að mótmælandi sem skotinn var til bana hafi haft torkennilegan hlut í höndunum, jafnvel sprengju. En á myndbandi sem vitni tók á síma og birt hefur verið á samfélagsmiðlum sést að maðurinn hafði ekkert í höndunum. Tveir mótmælendur hafa látið lífið í óeirðunum. Alexander Taraikovsky, 34 ára mótmælandi, dó á mánudaginn síðastliðinn í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í óeirðunum sem brutust þar út. Taraikovsky var skotinn til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hann hafi haldið á sprengju sem hann hugðist kasta að lögreglumönnum og hann hafi látist þegar hún sprakk á meðan hann hélt enn á henni. Ljóst að hann hélt ekki á neinu Í myndskeiðinu sést Taraikovsky standa með hendur við síðu á meðan blóð vellur úr brjósti hans og sprengju- og skothljóð óma allt um kring. Hann hrynur svo í jörðina fyrir framan hóp lögreglumanna og liggur hreyfingarlaus, áður en lögreglumaður gengur að líkinu og hópi fólks sem stóð nærri. Elena German, kærasta Taraikovsky, segir að eftir að hún hafi horft á myndbandið hafi verið ljóst að hann hafi ekki haldið á neinu. Hann hafi verið skotinn af lögreglu, gripið um brjóstkassann, blóð hafi lekið úr sárinu og hann fallið til jarðar.Miklar óeirðir hafa verið í landinu síðustu daga en í dag er vika liðin frá því að íbúar landsins fóru að mótmæla niðurstöðum forsetakosninga, sem fóru fram síðastliðinn sunnudag. Mótmælendur pyntaðir í haldi lögreglu Niðurstöðurnar hafa verið harðlega gagnrýndar af erlendum eftirlitsaðilum og telja margir að forsetinn hafi beitt kosningasvindli en hann hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, um 80 prósent á móti 10 prósentum sem mótframbjóðandi hans, Svetlana Tikhanovskaya, hlaut. Artem Pronin, mótmælandi, sýnir áverka sem hann segist hafa hlotið eftir pyntingar í haldi lögreglu.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Tikhanovskaya, sem í kjölfar kosninganna flúði til Litháens, vill meina að þau atkvæði sem rétt hefðu verið talin gæfu til kynna að hún hafi fengið stuðning 60 til 70 prósenta kjósenda. Þúsundir mótmæla um land allt en fregnir hafa borist af ofbeldi lögreglu og öryggissveita gegn mótmælendum síðustu daga. Hátt í sjö þúsund hafa verið handteknir síðustu vikuna og hafa margir greint frá pyntingum sem þeir hafi þurft að sæta í haldi lögreglu. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10 Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Alexander Lúkasjenkó, þurfa að víkja úr embætti. Þannig er hluti stjórnar forsetans byrjuð að snúast gegn honum en búist er við að fleiri sendiherrar bætist í hópinn. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa haldið því fram að mótmælandi sem skotinn var til bana hafi haft torkennilegan hlut í höndunum, jafnvel sprengju. En á myndbandi sem vitni tók á síma og birt hefur verið á samfélagsmiðlum sést að maðurinn hafði ekkert í höndunum. Tveir mótmælendur hafa látið lífið í óeirðunum. Alexander Taraikovsky, 34 ára mótmælandi, dó á mánudaginn síðastliðinn í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í óeirðunum sem brutust þar út. Taraikovsky var skotinn til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hann hafi haldið á sprengju sem hann hugðist kasta að lögreglumönnum og hann hafi látist þegar hún sprakk á meðan hann hélt enn á henni. Ljóst að hann hélt ekki á neinu Í myndskeiðinu sést Taraikovsky standa með hendur við síðu á meðan blóð vellur úr brjósti hans og sprengju- og skothljóð óma allt um kring. Hann hrynur svo í jörðina fyrir framan hóp lögreglumanna og liggur hreyfingarlaus, áður en lögreglumaður gengur að líkinu og hópi fólks sem stóð nærri. Elena German, kærasta Taraikovsky, segir að eftir að hún hafi horft á myndbandið hafi verið ljóst að hann hafi ekki haldið á neinu. Hann hafi verið skotinn af lögreglu, gripið um brjóstkassann, blóð hafi lekið úr sárinu og hann fallið til jarðar.Miklar óeirðir hafa verið í landinu síðustu daga en í dag er vika liðin frá því að íbúar landsins fóru að mótmæla niðurstöðum forsetakosninga, sem fóru fram síðastliðinn sunnudag. Mótmælendur pyntaðir í haldi lögreglu Niðurstöðurnar hafa verið harðlega gagnrýndar af erlendum eftirlitsaðilum og telja margir að forsetinn hafi beitt kosningasvindli en hann hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, um 80 prósent á móti 10 prósentum sem mótframbjóðandi hans, Svetlana Tikhanovskaya, hlaut. Artem Pronin, mótmælandi, sýnir áverka sem hann segist hafa hlotið eftir pyntingar í haldi lögreglu.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Tikhanovskaya, sem í kjölfar kosninganna flúði til Litháens, vill meina að þau atkvæði sem rétt hefðu verið talin gæfu til kynna að hún hafi fengið stuðning 60 til 70 prósenta kjósenda. Þúsundir mótmæla um land allt en fregnir hafa borist af ofbeldi lögreglu og öryggissveita gegn mótmælendum síðustu daga. Hátt í sjö þúsund hafa verið handteknir síðustu vikuna og hafa margir greint frá pyntingum sem þeir hafi þurft að sæta í haldi lögreglu.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10 Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10
Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05
Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent