Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2020 23:10 Fjöldi fólks hefur mótmæl Lúkasjenkó forseta síðustu daga. Dmitri Lovetsky)/AP Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Þess er krafist að ríkismiðillinn fjalli með hlutlægum hætti um mótmælaölduna sem risið hefur í landinu eftir afar umdeildar forsetakosningar fyrir tæpri viku. Samkvæmt miðlægri kjörstjórn Hvíta-Rússlands vann Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti, stórsigur í kosningunum og hlaut rúmlega 80 prósent atkvæða. Svetlana Tíkanovskaja, helsti andstæðingur hans, er sögð hafa hlotið rúm tíu prósent. Tíkanovskaja hefur farið fram á endurtalningu atkvæða og telst fullviss um að hún hafi hlotið mun fleiri atkvæði, eða á bilinu 60 til 70 prósent atkvæða. Alþjóðlegum matsaðilum var þá ekki leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna, auk þess sem utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja hafa kallað kosningarnar „falsaðar.“ Bandarísk stjórnvöld hafa einnig fordæmt framkvæmd kosninganna og segir hana hvorki hafa verið frjálsa né sanngjarna. Starfsmenn sjónvarpsins ósáttir Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands kaus fyrst um sinn að fjalla ekki um mótmælin sem brutust út eftir að tilkynnt var um meintan sigur Lúkasjenkós. Á kjördag voru birt viðtöl við stuðningsmenn Lúkasjenkós en hvergi minnst á óánægju stjórnarandstöðunnar eða mótmælin. Ríkissjónvarpið fjallaði síðar um mótmælin og hvatti fólk til þess að taka ekki þátt í þeim. Þó nokkrir fréttamenn hafa sagt upp störfum vegna stefnu ríkissjónvarpsins. Um hundrað starfsmenn ríkisútvarpsins komu í kvöld út úr byggingu stofnunarinnar og tóku þátt í mótmælunum. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að margir starfsmenn ríkissjónvarpsins hyggist fara í verkfall vegna umfjöllunar síðustu daga. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Þess er krafist að ríkismiðillinn fjalli með hlutlægum hætti um mótmælaölduna sem risið hefur í landinu eftir afar umdeildar forsetakosningar fyrir tæpri viku. Samkvæmt miðlægri kjörstjórn Hvíta-Rússlands vann Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti, stórsigur í kosningunum og hlaut rúmlega 80 prósent atkvæða. Svetlana Tíkanovskaja, helsti andstæðingur hans, er sögð hafa hlotið rúm tíu prósent. Tíkanovskaja hefur farið fram á endurtalningu atkvæða og telst fullviss um að hún hafi hlotið mun fleiri atkvæði, eða á bilinu 60 til 70 prósent atkvæða. Alþjóðlegum matsaðilum var þá ekki leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna, auk þess sem utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja hafa kallað kosningarnar „falsaðar.“ Bandarísk stjórnvöld hafa einnig fordæmt framkvæmd kosninganna og segir hana hvorki hafa verið frjálsa né sanngjarna. Starfsmenn sjónvarpsins ósáttir Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands kaus fyrst um sinn að fjalla ekki um mótmælin sem brutust út eftir að tilkynnt var um meintan sigur Lúkasjenkós. Á kjördag voru birt viðtöl við stuðningsmenn Lúkasjenkós en hvergi minnst á óánægju stjórnarandstöðunnar eða mótmælin. Ríkissjónvarpið fjallaði síðar um mótmælin og hvatti fólk til þess að taka ekki þátt í þeim. Þó nokkrir fréttamenn hafa sagt upp störfum vegna stefnu ríkissjónvarpsins. Um hundrað starfsmenn ríkisútvarpsins komu í kvöld út úr byggingu stofnunarinnar og tóku þátt í mótmælunum. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að margir starfsmenn ríkissjónvarpsins hyggist fara í verkfall vegna umfjöllunar síðustu daga.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05
Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20
Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15