Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2020 23:10 Fjöldi fólks hefur mótmæl Lúkasjenkó forseta síðustu daga. Dmitri Lovetsky)/AP Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Þess er krafist að ríkismiðillinn fjalli með hlutlægum hætti um mótmælaölduna sem risið hefur í landinu eftir afar umdeildar forsetakosningar fyrir tæpri viku. Samkvæmt miðlægri kjörstjórn Hvíta-Rússlands vann Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti, stórsigur í kosningunum og hlaut rúmlega 80 prósent atkvæða. Svetlana Tíkanovskaja, helsti andstæðingur hans, er sögð hafa hlotið rúm tíu prósent. Tíkanovskaja hefur farið fram á endurtalningu atkvæða og telst fullviss um að hún hafi hlotið mun fleiri atkvæði, eða á bilinu 60 til 70 prósent atkvæða. Alþjóðlegum matsaðilum var þá ekki leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna, auk þess sem utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja hafa kallað kosningarnar „falsaðar.“ Bandarísk stjórnvöld hafa einnig fordæmt framkvæmd kosninganna og segir hana hvorki hafa verið frjálsa né sanngjarna. Starfsmenn sjónvarpsins ósáttir Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands kaus fyrst um sinn að fjalla ekki um mótmælin sem brutust út eftir að tilkynnt var um meintan sigur Lúkasjenkós. Á kjördag voru birt viðtöl við stuðningsmenn Lúkasjenkós en hvergi minnst á óánægju stjórnarandstöðunnar eða mótmælin. Ríkissjónvarpið fjallaði síðar um mótmælin og hvatti fólk til þess að taka ekki þátt í þeim. Þó nokkrir fréttamenn hafa sagt upp störfum vegna stefnu ríkissjónvarpsins. Um hundrað starfsmenn ríkisútvarpsins komu í kvöld út úr byggingu stofnunarinnar og tóku þátt í mótmælunum. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að margir starfsmenn ríkissjónvarpsins hyggist fara í verkfall vegna umfjöllunar síðustu daga. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Þess er krafist að ríkismiðillinn fjalli með hlutlægum hætti um mótmælaölduna sem risið hefur í landinu eftir afar umdeildar forsetakosningar fyrir tæpri viku. Samkvæmt miðlægri kjörstjórn Hvíta-Rússlands vann Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti, stórsigur í kosningunum og hlaut rúmlega 80 prósent atkvæða. Svetlana Tíkanovskaja, helsti andstæðingur hans, er sögð hafa hlotið rúm tíu prósent. Tíkanovskaja hefur farið fram á endurtalningu atkvæða og telst fullviss um að hún hafi hlotið mun fleiri atkvæði, eða á bilinu 60 til 70 prósent atkvæða. Alþjóðlegum matsaðilum var þá ekki leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna, auk þess sem utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja hafa kallað kosningarnar „falsaðar.“ Bandarísk stjórnvöld hafa einnig fordæmt framkvæmd kosninganna og segir hana hvorki hafa verið frjálsa né sanngjarna. Starfsmenn sjónvarpsins ósáttir Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands kaus fyrst um sinn að fjalla ekki um mótmælin sem brutust út eftir að tilkynnt var um meintan sigur Lúkasjenkós. Á kjördag voru birt viðtöl við stuðningsmenn Lúkasjenkós en hvergi minnst á óánægju stjórnarandstöðunnar eða mótmælin. Ríkissjónvarpið fjallaði síðar um mótmælin og hvatti fólk til þess að taka ekki þátt í þeim. Þó nokkrir fréttamenn hafa sagt upp störfum vegna stefnu ríkissjónvarpsins. Um hundrað starfsmenn ríkisútvarpsins komu í kvöld út úr byggingu stofnunarinnar og tóku þátt í mótmælunum. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að margir starfsmenn ríkissjónvarpsins hyggist fara í verkfall vegna umfjöllunar síðustu daga.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05
Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20
Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15