Íslenski boltinn

Sjáðu dramatískt sigurmark Skagamanna og markið sem kom Val í fimm stiga forystu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tryggvi Hrafn tryggði ÍA sigurinn í dag.
Tryggvi Hrafn tryggði ÍA sigurinn í dag. vísir/daníel

Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í dag og hér að neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum tveimur.

Skagamenn unnu dramatískan 3-2 sigur á Fylki þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Mörkin úr íA-Fylkir

Valur er komið með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar eftir 1-0 sigur á KA að Hlíðarenda. Var þetta fyrsta markið sem KA menn fá á sig síðan Arnar Grétarsson tók við stjórnartaumunum á Akureyri.

Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði sigurmarkið og það má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Mark Vals gegn KA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.