Erlent

Kórónaveiran komin til Finnlands

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ferðamaðurinn dvelur á spítala í Lapplandi.
Ferðamaðurinn dvelur á spítala í Lapplandi. Vísir/EPA

Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum.

Ferðamaðurinn sem um ræðir hefur verið settur í einangrun en hann er frá Wuhan-borg í Kína, þaðan sem kórónaveiran er talin eiga uppruna sinn.

Er þetta fyrsti einstaklingurinn sem greinist með veiruna í Finnland en heilbrigðisyfirvöld fylgjast grannt með fimmtán öðrum sem líkur eru taldar á að hafi smitast.

Ferðamaðurinn er í einangrun á sjúkrahúsi í Lapplandi en yfirvöld þar segjast vel í stakk búin til að takast á við veiruna og til þess að takmarka útbreiðslu hennar.

Líkt og komið hefur framer kórónaveiran, sem dregið hefur rúmlega 130 til dauða, talin eiga uppruna sinn í borginni. Alls eru staðfest smit rúmlega sex þúsund og hefur veiran fundist í sautján löndum utan Kína.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×