Þekktur stuðningsmaður Man. City heldur því fram að Liverpool hafi keypt sér titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 09:30 Virgil van Dijk kostnaði nú dágóða upphæð en hann hefur líka breytt varnarleik Liverpool. Hér fagnar hann marki. Getty/Michael Regan Það er mikið gert úr eyðslu Manchester City í sína leikmenn en minna úr eyðslu Liverpool. Liverpool er svo gott búið að tryggja sér enska titilinn og enda tveggja ára sigurgöngu Manchester City. Voru það peningarnir sem skiluðu Liverpool á toppinn? Einn harður stuðningsmaður Manchester City liðsins er í það minnsta harður á því að Liverpool sé búið að kaupa sér fyrsta enska meistaratitil félagsins í þrjátíu ár. Sá er Youtube stjarnan Steven Mcinerney og hér fyrir neðan má sjá rökin hans fyrir því að segja að Liverpool hafi keypt sér fyrsta titil sinn í ensku úrvalsdeildinni. Man City fan @StevenMcinerney says Liverpool have BOUGHT their way to the title With £400m spent, does he have a point?#UnpopularOpinionpic.twitter.com/th6If0gzus— 888sport (@888sport) January 21, 2020 „Mín skoðun er ekki mjög vinsæl en hún er samt að Liverpool hafi keypt sér titilinn. Ég veit að það er eins og að kasta steini úr glerhúsi þegar stuðningsmaður Manchester City segir þetta. Ég hef samt séð lið gera þetta áður og við þekkjum þetta hjá Manchester City. Liverpool liðið er algjörlega frábært, með stórbrotinn stjórna og góð kaup en félagið hefur engu að síður eytt meira en 400 milljónum punda,“ sagði Steven Mcinerney. En er þetta rétt hjá honum? Liverpool hefur vissulega eytt peningi í leikmenn en hvaða lið hefur ekki gert það í ensku úrvalsdeildinni. Kobe Tong á GiveMeSport vefnum tók að sér að stinga aðeins upp í stuðningsmann Manchester City. Tong segir að leikmenn eins og Sadio Mane, Mohamed Salah og Roberto Firmino voru allir keyptir fyrir minni pening en það kostaði Manchester City að fá Benjamin Mendy, Joao Cancelo og Riyad Mahrez. Hvað þá leikmen eins og Andrew Robertson, Joel Matip, Joe Gomez, James Milner og Jordan Henderson sem voru allir ódýrari en það sem Manchester City borgaði fyrir Claudio Bravo. Kobe Tong viðurkennir fúslega að Liverpool væri ekki í sömu stöðu án þeirra Alisson og Virgil Van Dijk en getur ekki verið sammála því að með því að kaupa tvo dýra leikmenn sértu að kaupa titilinn. Liverpool hefur vissulega eytt stórum upphæðum í leikmenn en er langt frá því að hafa keypt sér enska titilinn miðað við meistaralið Manchester City á undan þeim. Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira
Það er mikið gert úr eyðslu Manchester City í sína leikmenn en minna úr eyðslu Liverpool. Liverpool er svo gott búið að tryggja sér enska titilinn og enda tveggja ára sigurgöngu Manchester City. Voru það peningarnir sem skiluðu Liverpool á toppinn? Einn harður stuðningsmaður Manchester City liðsins er í það minnsta harður á því að Liverpool sé búið að kaupa sér fyrsta enska meistaratitil félagsins í þrjátíu ár. Sá er Youtube stjarnan Steven Mcinerney og hér fyrir neðan má sjá rökin hans fyrir því að segja að Liverpool hafi keypt sér fyrsta titil sinn í ensku úrvalsdeildinni. Man City fan @StevenMcinerney says Liverpool have BOUGHT their way to the title With £400m spent, does he have a point?#UnpopularOpinionpic.twitter.com/th6If0gzus— 888sport (@888sport) January 21, 2020 „Mín skoðun er ekki mjög vinsæl en hún er samt að Liverpool hafi keypt sér titilinn. Ég veit að það er eins og að kasta steini úr glerhúsi þegar stuðningsmaður Manchester City segir þetta. Ég hef samt séð lið gera þetta áður og við þekkjum þetta hjá Manchester City. Liverpool liðið er algjörlega frábært, með stórbrotinn stjórna og góð kaup en félagið hefur engu að síður eytt meira en 400 milljónum punda,“ sagði Steven Mcinerney. En er þetta rétt hjá honum? Liverpool hefur vissulega eytt peningi í leikmenn en hvaða lið hefur ekki gert það í ensku úrvalsdeildinni. Kobe Tong á GiveMeSport vefnum tók að sér að stinga aðeins upp í stuðningsmann Manchester City. Tong segir að leikmenn eins og Sadio Mane, Mohamed Salah og Roberto Firmino voru allir keyptir fyrir minni pening en það kostaði Manchester City að fá Benjamin Mendy, Joao Cancelo og Riyad Mahrez. Hvað þá leikmen eins og Andrew Robertson, Joel Matip, Joe Gomez, James Milner og Jordan Henderson sem voru allir ódýrari en það sem Manchester City borgaði fyrir Claudio Bravo. Kobe Tong viðurkennir fúslega að Liverpool væri ekki í sömu stöðu án þeirra Alisson og Virgil Van Dijk en getur ekki verið sammála því að með því að kaupa tvo dýra leikmenn sértu að kaupa titilinn. Liverpool hefur vissulega eytt stórum upphæðum í leikmenn en er langt frá því að hafa keypt sér enska titilinn miðað við meistaralið Manchester City á undan þeim.
Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira