Enski boltinn

Stuðningsmenn United ætla að ganga af velli til að mótmæla eigendunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ed Woodward og Avram Glazer eru ekki hátt skrifaðir hjá stuðningsmönnum Manchester United.
Ed Woodward og Avram Glazer eru ekki hátt skrifaðir hjá stuðningsmönnum Manchester United. vísir/getty

Stuðningsmenn Manchester United ætla að ganga af velli í leiknum gegn Wolves á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni 1. febrúar næstkomandi til að mótmæla eigendum félagsins. Mirror greinir frá.Stuðningsmennirnir ætla að ganga af velli á 58. mínútu sem er táknrænt vegna flugslyssins í München 1958.Mikil óánægja er meðal stuðningsmanna United með eigendur félagsins, Glazer-fjölskylduna, og stjórnarformanninn Ed Woodward.Leikmenn United voru púaðir af velli eftir tapið fyrir Burnley, 0-2, á þriðjudaginn og Old Trafford var orðinn ansi tómlegur þegar lokaflautið gall.Þrátt fyrir brösugt gengi í vetur nýtur knattspyrnustjóri United, Ole Gunnar Solskjær, enn trausts stjórnar félagsins.Solskjær segir að hann þurfi tíma til að byggja upp leikmannahóp United og bendir á að Jürgen Klopp hafi fengið fjögur ár til að búa til nýtt lið hjá Liverpool.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Pogba vonast til að geta hjálpað ungum leikmönnum Manchester United | Myndband

Paul Pogba, franski miðvallarleikmaður Manchester United, hefur lítið náð að leika listir sínar í vetur vegna þrálátra meiðsla á ökkla. Hann var í viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United, MUTV, þar sem hann ræddi meðal annars að hann vildi vera fyrirmynd innan- sem utanvallar hjá félaginu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.