Enski boltinn

Tevez orðaður við endurkomu til United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tevez lék 99 leiki fyrir Manchester United og skoraði 34 mörk.
Tevez lék 99 leiki fyrir Manchester United og skoraði 34 mörk. vísir/getty

Einn þeirra framherja sem er orðaður við Manchester United þessa dagana er Argentínumaðurinn Carlos Tevez, fyrrverandi leikmaður liðsins.Tuttosport greinir frá því að forráðamenn United hafi áhuga á að fá Tevez aftur til félagsins, ellefu árum eftir að hann yfirgaf það og gekk í raðir Manchester City.Marcus Rashford, markahæsti leikmaður United á tímabilinu, er meiddur og óvíst er hversu lengi hann verður frá. United-liðið er því ansi þunnskipað í framlínunni.Tevez, sem er 35 ára, leikur með Boca Juniors í heimalandinu. Hann gæti verið lánaður til United til loka tímabilsins samkvæmt Tuttosport.Tevez skoraði 34 mörk fyrir United á árunum 2007-09 og varð tvisvar sinnum Englandsmeistari og einu sinni Evrópumeistari með liðinu.Sumarið 2009 fór hann til City eins og frægt er orðið. Hann varð Englandsmeistari með liðinu 2012.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.