Innlent

Segir erfitt að koma Kínverjum í belti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Beltin bjarga.
Beltin bjarga. Vísir/Hanna

Þórir Garðarsson, stjórnarformaður rútufyrirtækisins Grayline, telur að farþegar fyrirtækisins séu mjög duglegir að nota bílbelti, með ákveðnum undantekningum þó.

„Ég held að því sé fylgt mjög vel eftir og allir farþegar eiga að vera í beltum. Það hefur gengið almennt mjög vel að fá farþega til þess að nota belti, fyrir utan ákveðnar undantekningar sem eru þá Kínverjar til dæmis. Það er mjög erfitt að eiga við þá,“ sagði Þórir í Bítinu á morgun.

Til umræðu voru nokkur umferðarslys sem orðið að hafa að undanförnu þar sem rútur hafa komið við sögu. Stutt er sú að rúta með á fimmta tug háskólanema valt nærri Blönduósi. Nokkrum dögum áður hafði rúta oltið skammt frá Þingvöllum og önnur á Kjalarnesi. Þá lentu þrjár rútur utan vegar á Hellisheiði um helgina.

Var Þórir spurður að því hvort að hann teldi fokslys á rútum algengari áður. Hann taldi svo ekki vera

„Hins vegar er meira fjallað um þetta. Það er alveg ljóst. Og það er miklu meira af rútum á ferðinni. Við þurfum líka að gera okkur grein fyrir því ef við erum að horfa á þetta sem hlutfall af umferðinni sjálfri. Það eru þúsundir af rútum á ferðinni um allt land.“

Sagði hann að nái vindstyrkur ákveðnum krafti á vegum úti sé það alveg skýrt að ekki færi farið af stað á rútum og flutningabílum. Oft hafi komið til þess að hætt hafi verið við ferðir sökum veðurs.

Hlusta má á viðtalið við Þóri í heild sinni hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.