Rútuslysið við Blönduós að öllum líkindum vegna flughálku Stefán Ó. Jónsson og Sylvía Hall skrifa 11. janúar 2020 16:30 Frá slysstað. Aðsend Rútuslysið við Blönduós í gærkvöld má að líkindum rekja til flughálku, en að sögn aðalvarðstjóra á Blönduósi breyttust aksturskilyrðin á svæðinu á örskotsstundu. Hann segist stoltur af því hvernig til tókst við björgun farþega og er þakklátur bæjarbúum fyrir að taka á móti þeim opnum örmum. Á fimmta tug háskólanema voru í rútunni sem ekið var í átt til Akureyrar, þangað sem hópurinn ætlaði í skíðaferð. Rútan valt hins vegar skammt frá bænum Öxl í Húnaþingi, þyrla flutti þrjá farþega á Landspítalann til aðhlynningar á meðan aðrir fengu inn á grunnskólann á Blönduósi. „Aðstæðurnar voru eins slæmar og þær geta orðið,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson aðalvarðstjóri á norðurlandi vestra á Blönduósi. „Svo skyndilega snögghlánaði og fór að rigna og á örskömmum tíma urðu aðstæður á vegum mjög slæmar, flughált og mjög erfiðar.“ Eftir að tilkynning barst um slysið var virkjuð viðbragðsáætlun, fólk úr Skagafirði, Vestur-Húnavatnssýslu og Blönduósi var kallað til, læknar og björgunarsveitarfólk. „Það snýst fyrst um það að sinna fyrstu hjálp á vettvangi og síðan förum við í það að flytja fólk á heilsugæslustöðina á Blönduósi og þar er því fólki sinnt sem þarf mestu aðhlynninguna að sjálfsögðu og aðrir fluttir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins.“ Höskuldur segist stoltur af því hvernig til tókst, betur hafi farið en á horfðist. „Sem betur fer er þetta ekki alveg daglegur viðburður, sem betur fer. Þegar á reyndi fannst okkur þetta ganga mjög vel, bara vonum framar. Ég get alveg sagt að ég er virkilega stoltur af okkar fólki, hvernig það stóð sig og brást hratt og vel við,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson, sem þakkar bæjarbúum fyrir að taka vel á móti hröktum háskólanemum. „Enn og aftur sér maður að það er samhugur í fólki þegar svona gerist, það eru allir boðnir og búnir að aðstoða náungann þegar á bjátar og það er virkilega ánægjulegt.“ Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Rútuslysið við Blönduós í gærkvöld má að líkindum rekja til flughálku, en að sögn aðalvarðstjóra á Blönduósi breyttust aksturskilyrðin á svæðinu á örskotsstundu. Hann segist stoltur af því hvernig til tókst við björgun farþega og er þakklátur bæjarbúum fyrir að taka á móti þeim opnum örmum. Á fimmta tug háskólanema voru í rútunni sem ekið var í átt til Akureyrar, þangað sem hópurinn ætlaði í skíðaferð. Rútan valt hins vegar skammt frá bænum Öxl í Húnaþingi, þyrla flutti þrjá farþega á Landspítalann til aðhlynningar á meðan aðrir fengu inn á grunnskólann á Blönduósi. „Aðstæðurnar voru eins slæmar og þær geta orðið,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson aðalvarðstjóri á norðurlandi vestra á Blönduósi. „Svo skyndilega snögghlánaði og fór að rigna og á örskömmum tíma urðu aðstæður á vegum mjög slæmar, flughált og mjög erfiðar.“ Eftir að tilkynning barst um slysið var virkjuð viðbragðsáætlun, fólk úr Skagafirði, Vestur-Húnavatnssýslu og Blönduósi var kallað til, læknar og björgunarsveitarfólk. „Það snýst fyrst um það að sinna fyrstu hjálp á vettvangi og síðan förum við í það að flytja fólk á heilsugæslustöðina á Blönduósi og þar er því fólki sinnt sem þarf mestu aðhlynninguna að sjálfsögðu og aðrir fluttir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins.“ Höskuldur segist stoltur af því hvernig til tókst, betur hafi farið en á horfðist. „Sem betur fer er þetta ekki alveg daglegur viðburður, sem betur fer. Þegar á reyndi fannst okkur þetta ganga mjög vel, bara vonum framar. Ég get alveg sagt að ég er virkilega stoltur af okkar fólki, hvernig það stóð sig og brást hratt og vel við,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson, sem þakkar bæjarbúum fyrir að taka vel á móti hröktum háskólanemum. „Enn og aftur sér maður að það er samhugur í fólki þegar svona gerist, það eru allir boðnir og búnir að aðstoða náungann þegar á bjátar og það er virkilega ánægjulegt.“
Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31
Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44