Innlent

Rúta rann út af veginum við Sandskeið

Sylvía Hall skrifar
Tveir sjúkrabílar og slökkviliðsbíll voru sendir á vettvang.
Tveir sjúkrabílar og slökkviliðsbíll voru sendir á vettvang. Vísir/Vilhelm

Rúta með ferðamönnum rann út af Suðurlandsvegi við Sandskeið. Tveir sjúkrabílar og slökkviliðsbíll voru sendir á vettvang en engin slys urðu á fólki.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var óttast að rútan myndi leggjast á hliðina en hún staðnæmdist í kanti og hallaði svolítið. Nokkuð hált er á svæðinu og fór flutningabíll út af á svipuðum slóðum fyrr í dag.

Rúta var send frá Reykjavík til þess að taka við fólkinu. Allir farþegar rútunnar sluppu án meiðsla og voru samkvæmt slökkviliðinu heilt yfir rólegir miðað við aðstæður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.