Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin þegar FH vann KR og úr jafnteflinu í Garðabænum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Kristjánsson og félagar í FH eru komnir upp í 3. sæti Pepsi Max-deildar karla.
Guðmundur Kristjánsson og félagar í FH eru komnir upp í 3. sæti Pepsi Max-deildar karla. vísir/hag

Keppni í Pepsi Max-deild karla hófst á ný í gær með tveimur leikjum. FH sigraði Íslandsmeistara KR, 1-2, á Meistaravöllum og á Samsung-vellinum gerðu Stjarnan og Grótta 1-1 jafntefli.

Daníel Hafsteinsson kom FH yfir gegn KR á 15. mínútu með góðu skoti eftir sendingu Þóris Jóhanns Helgasonar.

Kristján Flóki Finnbogason jafnaði fjórum mínútum fyrir hálfleik þegar hann skoraði gegn sínu gamla félagi.

Sigurmark FH kom á 75. mínútu og uppskriftin var sú sama og í fyrra markinu. Þórir Jóhann sendi á Daníel sem skoraði.

Með sigrinum komst FH upp í 3. sæti deildarinnar. Liðið er með sautján stig, jafn mörg og KR sem er í 2. sætinu.

Stjarnan komst yfir gegn Gróttu á 26. mínútu þegar Guðjón Pétur Lýðsson skoraði sitt fyrsta mark eftir að hann kom frá Breiðabliki.

Gestirnir gáfust ekki upp og á 74. mínútu jafnaði Karl Friðleifur Gunnarsson í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Þetta var fjórða mark Karls í sumar en hann er markahæsti leikmaður Gróttu.

Stjarnan er með fimmtán stig í 4. sæti deildarinnar og á tvo leiki til góða. Grótta er í ellefta og næstneðsta sæti með sex stig.

Mörkin úr leikjum gærkvöldsins í Pepsi Max-deildinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: KR 1-2 FH
Klippa: Stjarnan 1-1 Grótta

Tengdar fréttir

Rúnar: Við nýttum bara ekki færin okkar

Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir 2-1 tap gegn FH í kvöld þegar fótboltinn snéri aftur hér heima eftir hlé vegna kórónufaraldursins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.