Vill að Bandaríkin undirbúi brottflutning hermanna Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2020 15:54 Adel Abdul-Mahdi, starfandi forsætisráðherra Írak. AP/Burhan Ozbilici Adel Abdul-Mahdi, starfandi forsætisráðherra Írak, hefur beðið yfirvöld Bandaríkjanna um að hefja undirbúning á brottflutningi bandarískra hermanna frá Írak. Þetta ræddi Mahdi við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag og er það til marks um að hann ætli að standa við ályktun þings Írak um að erlendir hermenn ættu að yfirgefa landið. Mahdi sagði árásir Bandaríkjanna í Írak vera óásættanleg brot á fullveldi landsins og brot á fyrri samkomulögum ríkjanna. Hann bað Pompeo um að senda sendinefnd til Írak svo undirbúa megi brottflutning hermanna. Forsætisráðherrann krafðist þess ekki að Bandaríkin fjarlægðu hermenn sína á næstunni og nefndi ekki hvenær það ætti að verða. Eins og AP fréttaveitan bendir á eru þingmenn Íran ekki sammála um að bandarískir hermenn eigi að yfirgefa Írak. Súnnítar telja Bandaríkin standa í vegi fyrir algerum yfirráðum sjíta og Íran í Írak og Kúrdar hafa hagnast verulega á aðstoð Bandaríkjanna og þjálfun frá bandarískum hermönnum. Utanríkisráðuneyti bandaríkjanna hefur nú svarað Mahdi og í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að verði sendinefnd send til Írak muni hún ekki taka þátt í viðræðum um brottflutning bandarískra hermanna frá Írak. Þess í stað myndi hún ræða hvernig bæta megi samskipti ríkjanna og jafnvel að auka aðkomu Atlantshafsbandalagsins að öryggi Írak. Þá sé þörf á samræðum um efnahagslegt samband ríkjanna. At this time, any delegation sent to Iraq would be dedicated to discussing how to best recommit to our strategic partnership—not to discuss troop withdrawal, but our right, appropriate force posture in the Middle East.— Morgan Ortagus (@statedeptspox) January 10, 2020 Bandaríkin Írak Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Sjá meira
Adel Abdul-Mahdi, starfandi forsætisráðherra Írak, hefur beðið yfirvöld Bandaríkjanna um að hefja undirbúning á brottflutningi bandarískra hermanna frá Írak. Þetta ræddi Mahdi við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag og er það til marks um að hann ætli að standa við ályktun þings Írak um að erlendir hermenn ættu að yfirgefa landið. Mahdi sagði árásir Bandaríkjanna í Írak vera óásættanleg brot á fullveldi landsins og brot á fyrri samkomulögum ríkjanna. Hann bað Pompeo um að senda sendinefnd til Írak svo undirbúa megi brottflutning hermanna. Forsætisráðherrann krafðist þess ekki að Bandaríkin fjarlægðu hermenn sína á næstunni og nefndi ekki hvenær það ætti að verða. Eins og AP fréttaveitan bendir á eru þingmenn Íran ekki sammála um að bandarískir hermenn eigi að yfirgefa Írak. Súnnítar telja Bandaríkin standa í vegi fyrir algerum yfirráðum sjíta og Íran í Írak og Kúrdar hafa hagnast verulega á aðstoð Bandaríkjanna og þjálfun frá bandarískum hermönnum. Utanríkisráðuneyti bandaríkjanna hefur nú svarað Mahdi og í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að verði sendinefnd send til Írak muni hún ekki taka þátt í viðræðum um brottflutning bandarískra hermanna frá Írak. Þess í stað myndi hún ræða hvernig bæta megi samskipti ríkjanna og jafnvel að auka aðkomu Atlantshafsbandalagsins að öryggi Írak. Þá sé þörf á samræðum um efnahagslegt samband ríkjanna. At this time, any delegation sent to Iraq would be dedicated to discussing how to best recommit to our strategic partnership—not to discuss troop withdrawal, but our right, appropriate force posture in the Middle East.— Morgan Ortagus (@statedeptspox) January 10, 2020
Bandaríkin Írak Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Sjá meira